fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Pressan

Fuglaflensa hefur greinst í sex löndum í Vestur-Evrópu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 07:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bráðsmitandi og alvarlega fuglaflensa H5N8 hefur nú greinst í sex Vestur-Evrópulöndum. Þetta eru Danmörk, England, Belgía, Frakkland, Þýskaland og Holland. Í gær var staðfest að fuglaflensa hefði greinst í hænsnabúi í Danmörku og verða allar 25.000 hænurnar aflífaðar. Einnig greindist fuglaflensa í fuglum í dýraverslun á Korsíku. Búið er að aflífa alla fugla í versluninni.

Yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum hafa hækkað viðbúnaðarstig vegna flensunnar. Í Frakklandi hefur öllum fuglaeigendum verið gert að setja net upp yfir búr þeirra og útisvæði til að koma í veg fyrir að fuglarnir komist í snertingu við villta fugla sem geta borið veiruna með sér.

Í gær fyrirskipuðu þýsk yfirvöld slátrun 16.100 kalkúna í norðurhluta landsins eftir að veiran fannst á sveitabæ.

Veiran hefur breiðst út í Vestur-Evrópu á undanförnum mánuðum eftir að hennar varð vart í Rússlandi og Kasakstan í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 4 dögum

Aldrei sama vindáttin í nokkra daga

Aldrei sama vindáttin í nokkra daga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugvallarstjóri telur að farþegar þurfi að fara í kórónuveirupróf næstu árin

Flugvallarstjóri telur að farþegar þurfi að fara í kórónuveirupróf næstu árin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörð gagnrýni á „The Crown“ – Segir að þættirnir stefni konungdæminu í hættu

Hörð gagnrýni á „The Crown“ – Segir að þættirnir stefni konungdæminu í hættu