fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Trump rauf álögin fyrir fjórum árum en nú vill hún ná fram hefndum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 05:30

Gretchen Whitmer. Mynd: EPA-EFE/RENA LAVERTY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að ekki sé kosið um ríkisstjóra í Michigan að þessu sinni þá tekur Gretchen Whitmer, ríkisstjóri, virkan þátt í kosningabaráttunni. Hún lætur mikið að sér kveða í baráttunni um forsetaembættið og líklega eru fáir sem leggja svo mikið á sig í baráttunni og vilja láta Donald Trump finna fyrir því.

Auk þess að vera Demókrati þá drífa persónulegar hvatir þennan 49 ára ríkisstjóra einnig áfram. Ástæðan er að í mars, þegar kórónuveirufaraldurinn skall á Bandaríkjunum, ákvað hún að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða í Michigan með umfangsmiklum lokunum á ýmissi starfsemi. Hún gagnrýndi Trump einni harðlega:

„Sem þjóð erum við ekki eins undir þetta búin og við ættum að vera. Viðbrögð Trump hafa verið þau verstu á jörðinni.“

Þetta féll ekki í góðan jarðveg hjá forsetanum og hefur Whitmer verið eitt uppáhaldsskotmark hans eftir þetta og hefur hann gagnrýnt hana opinberlega og auðvitað á Twitter. Whitmer hefur svarað honum fullum hálsi.

Atburðarásin náði hámarki þann 8. október þegar skýrt var frá því að 13 karlmenn hefðu verið handteknir, grunaðir um að hafa ætlað að ræna Whitmer og koma borgarastyrjöld af stað.

Í kjölfarið lét Whitmer forsetann heyra það:

„Í síðustu viku stóð forsetinn fyrir framan þjóðina og neitaði að fordæma hópa hvítra öfgahægrimanna og haturshópa eins og þessir menn (hinir handteknu, innsk. blaðamanns) tilheyra. „Bíðið átekta og verið viðbúnir,“ sagði hann við þá. Haturshópar skyldu þessi orð forsetans sem hvatningu frekar en ofanígjöf. Þegar leiðtogar okkar tala, hafa orð þeirra áhrif.“

Ekki þurfti að bíða lengi eftir svari frá Trump á Twitter:

„Í staðinn fyrir að þakk mér, kallar hún mig hvítan öfgasinna. Á meðan Biden og Demókratar neita að fordæma Antifa, stjórnleysingja, fólk sem stundar gripdeildir í mótmælum og hópa sem brenna borgir, sem Demókratar stýra, niður. Ég samþykki ekki NOKKURT form ofbeldis. At verja alla Bandaríkjamenn, jafnvel þá sem eru á móti mér og ráðast á mig, er eitthvað sem ég mun alltaf gera sem forseti ykkar.“

Þetta hefur ekki dregið úr vilja Whitmer til að takast á við forsetann og er hún talin vera einn helsti stuðningsmaður Biden í kosningabaráttunni. Hún leggur því mikið á sig til að reyna að tryggja sigur Biden í Michigan en ríkið er eitt hinna svokölluðu sveifluríkja þar sem hvorki Repúblikanar né Demókratar geta gengið að sigri vísum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn