fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Pressan

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 05:17

Heimili Hagen-hjónanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver nam Anne-Elisabeth Hagen á brott frá heimili hennar í útjaðri Osló að morgni 31. október 2018 og varð henni að bana? Þetta er spurningin sem norska lögreglan hefur reynt að svara í tvö ár. Í fyrstu var talið að henni hefði verið rænt því lausnargjaldskrafa var sett fram en síðar byrjaði lögreglan að rannsaka málið út frá því að henni hefði verið ráðinn bani þennan morgun og að lausnargjaldskrafan hefði einfaldlega verið yfirvarp til að villa um fyrir lögreglunni.

Lögreglan er þess fullviss að Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, tengist málinu og hafi staðið á bak við hvarf hennar og væntanlega morð. Hann var handtekinn í apríl og sat í gæsluvarðhaldi í nokkra daga en var látinn laus eftir að hæstiréttur hnekkti gæsluvarðhaldsúrskurði undirréttar. Hann þvertekur fyrir að hafa átt aðild að hvarfi eiginkonu sinnar og/eða morði og neitar nú að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglunni.

Þetta heldur þó ekki aftur af lögreglunni sem vinnur enn að rannsókn málsins af fullum þunga. Síðustu tíðindi af málinu eru að lögreglan telur að fleiri en Tom Hagen tengist því. Dagbladet hefur þetta eftir Agnes Beate Hemiø, lögreglufulltrúa.

„Allt bendir til að fleiri, sem við höfum ekki borið kennsl á, tengist þessu máli. Það skiptir þá engu hvort um er að ræða morð eða mannrán,“

sagði hún en vildi ekki skýra frá hversu marga aðila væri um að ræða.

Málið er ein stærsta sakamálaráðgáta síðari tíma í Noregi. Enginn virðist hafa séð Anne-Elisabeth, nema þeir sem námu hana á brott og væntanlega myrtu þennan örlagaríka morgun, eftir að Tom Hagen fór til vinnu. Skömmu síðar talaði hún við son sinn í síma og er það símtal síðasta örugga lífsmarkið frá henni en því lauk klukkan 09.14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kórónuveiran mun stytta meðalævilengd Bandaríkjamanna um rúmlega eitt ár

Kórónuveiran mun stytta meðalævilengd Bandaríkjamanna um rúmlega eitt ár
Pressan
Í gær

Lisu brá þegar hún sá hvað var á skjánum hjá 7 ára dóttur sinni – „Mér líður hræðilega“

Lisu brá þegar hún sá hvað var á skjánum hjá 7 ára dóttur sinni – „Mér líður hræðilega“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Biden kynnti COVID-19 aðgerðaáætlun byggða á „vísindum en ekki stjórnmálum“

Biden kynnti COVID-19 aðgerðaáætlun byggða á „vísindum en ekki stjórnmálum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áskrifendur Netflix orðnir rúmlega 200 milljónir

Áskrifendur Netflix orðnir rúmlega 200 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá Simpson valdaskiptin í Hvíta húsinu fyrir?

Sá Simpson valdaskiptin í Hvíta húsinu fyrir?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna

Eldri hjón í fjárhagslegri gíslingu eftir að byggingaverktakinn sveik þau – Glímir við kvíða og þunglyndi og missti vinnuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifa Brexit er farið að gæta – Tómar hillur og vöruskortur

Áhrifa Brexit er farið að gæta – Tómar hillur og vöruskortur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tókstu eftir þessu í innsetningarathöfninni í gær?

Tókstu eftir þessu í innsetningarathöfninni í gær?