fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp hefur komið hneykslismál hjá sænska hernum. Árum saman hefur manni einum tekist að svindla og blekkja sænska herinn til þess að skapa sér starfsframa innan hersins. Dagens Nyheter segja frá því hvernig hinn falski foringi notaði fölsk gögn til að komast í háa stöðu innan hersins. Maðurinn hefur meðal annars verið fulltrúi hersins í alþjóðlegum aðgerðum í Kosovo og Afganistan, og hann hefur haft aðgang að leyniskjölum í gegnum stöðu hjá leyniþjónustu hersins, Must.

Hann starfaði hjá Must frá 2007 til 2010 og aftur árið 2013, þar sem hann tók meðal annars þátt í því að þróa kerfi sem hafði umsjón með dulritunarlyklum hersins. Auk þessa hafði maðurinn unnið fyrir fyrirtæki sem sérhæfir í í varnarmálum, en sænski herinn er einn af viðskiptavinum fyrirtækisins.

Maðurinn hefur komist í þessar stöður innan hersins þrátt fyrir að hafa verið rekinn úr liðsforingjaskólanum árið 1999 fyrir að hafa notað falsaða pappíra. Og þrátt fyrir að hafa verið rekinn úr stjórnendastöðu hjá sænsku strandgæslunni árið 2018, sóttist sænski herinn, ári seinna, eftir því að fá hann til að gegna foringjastöðu fyrir hönd  hersins hjá Sameinuðu þjóðunum í Malí.

Það hafa þó ekki fundist nein merki þess að maðurinn hafi misnotað stöðu sína eða að hann hafi verið í sambandi við erlendar þjóðir, en málið er engu að síður afar óheppilegt fyrir sænska herinn.

Yfirherforinginn, Carl-Axel Blomdahl viðurkennir í viðtali við Dagens Nyheter að maðurinn hafi gabbað herinn og sett hafi verið í gang rannsókn til að komast til botns í málinu. „Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum 30 árum innan hersins“, segir Carl-Axel Blomdahl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið