fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Pressan

Lögreglan í Panama fann fjöldagröf sértrúarsafnaðar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. september 2020 11:05

Panamaborg er lífleg og skemmtileg en í dreifbýlinu eiga skelfilegir atburðir sér stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 350 kílómetra norðan við Panama City fann lögreglan nýlega fjöldagröf. Talið er að gröfin tengist sértrúarsöfnuði. Fyrr á árinu fannst önnur fjöldagröf á þessu svæði. Í henni voru sjö lík. Fólkið hafði verið pyntað til bana segir Azael Tugri ríkissaksóknari.

Hann telur þó að annar sértrúarsöfnuður standi á bak við gröfina sem er nýfundin. Hann sagði að ekki væri enn hægt að slá því föstu hversu mörg lík eru í gröfinni eða af hvaða kyni.

Lögreglumenn þurftu að ganga í 10 klukkustundir um óbyggðir áður en þeir fundu gröfina sem er í Ngabe Bugle. TVN-2 í Panama hefur sýnt myndir frá vettvangi þar sem lögreglumenn, í hlífðargöllum, vinna við uppgröft og rannsóknir.

Þeir sem sluppu lifandi segja að leiðtogi safnaðarins hafi staðhæft að hann væri að framfylgja skipunum guðs um að reka djöfla úr fólkinu. Hann hafi beitt ofbeldisfullum særingaraðferðum til þess.

Fimm hafa verið handteknir vegna málsins og lífi þriggja barna bjargað að sögn ríkissaksóknarans.

Í hinu málinu, frá því fyrr á árinu, hafa tíu verið handteknir og 15 bjargað úr klóm safnaðarins. Í því máli fundust sjö lík, eitt af barnshafandi konu og sex barnslík. Öll fórnarlömbin höfðu verið pyntuð og síðan fórnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni

Fjölskyldan keypti ferðatösku á uppboði – Fundu lík í henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm

Segir að Trump geti fengið 10 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum

Aðgerðasinnar settu steypu í holur á golfvöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl

600 mörgæsahræ rak á land eftir hræðilegan fellibyl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira

Karlar eiga frekar á hættu að fá krabbamein – Ekki vegna þess að þeir reykja og drekka meira