fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Dularfullur heilaskaði – Sér ekki lengur tölurnar 2 til 9

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 05:45

Svona sér hann töluna 8.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú sjáir bókstafi og önnur tákn eins og áður. Þú sérð einnig tölurnar núll og einn. En tölurnar frá tveimur og upp í níu sérðu bara ekki, þær verða að skipulagslausum strikum sem þú þekkir ekki.

Þetta er upplifun bandarísks sjúklings sem þjáist af heilasjúkdómi sem nefnist Corticobasal Degeneration. Þegar hann sér tölurnar 2 til 9 líkjast þær eiginlega spaghettíi að hans sögn. Í hvert sinn sem hann beinir sjónum frá tölunum og síðan aftur að þeim breyta þær um lögun.

Vísindamenn við Johns Hopkins háskólann hafa fylgst með manninum í átta ár og eru mjög undrandi á ástandi hans. sjúkdómseinkenni hans eru mjög ólík því sem venja er með þennan sjúkdóm.

Vísindamenn segja að maðurinn skilji enn hugtökin að baki tölunum og hann getur reiknað. Þeir telja því að ekkert sé að þeim hluta heilans sem sér um skilning og það er ekkert að sjón hans. Það virðist vera að þótt heilinn greini tölurnar og meðtaki á réttan hátt sé maðurinn ekki meðvitaður um það.

Vísindamennirnir hafa gert tilraunir þar sem manninum eru sýndar myndir af tölum sem búið er að setja orð eða tákn inn í. Heilinn sýnir virkni á meðan hann horfir á þær en hann sér samt ekkert annað en skipulagslaus strik. Heili hans getur því lesið og greint mun á tölunum en hann getur bara ekki túlkað þær.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Proceedings of the National Academics of Scinece.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á