fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Bakteríurnar þínar eru að deyja út – Vísindamenn vilja geyma þær í sérstakri öryggisgeymslu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. júní 2020 14:00

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig myndir þú lýsa þér með þremur orðum? Opin/n, brosmild/ur og góður hlustandi kannski? Betri lýsing væri reyndar, fullur af bakteríum.

Mannslíkaminn samanstendur nefnilega af fjölmörgum bakteríum, raunar eru fleiri bakteríur en frumur í mannslíkamanum. Bakteríurnar hjálpa okkur meðal annars við að heilbrigðum. En margar þeirra baktería sem voru í munnum, mögum og þörmum forfeðra okkar er ekki lengur að finna í líkömum okkar, þær eru útdauðar.

Vegna þessa hafa vísindamenn við Rutgers háskólann sett af stað verkefni sem á að safna saman bakteríum mannslíkamans og geyma þær á öruggum stað áður en þær hverfa úr líkömum okkar. Í framtíðinni á að geyma bakteríurnar í sérstökum bakteríubanka, þar sem þær verða nýttar til rannsókna og munu kannski geta aðstoðað við að lækna okkur af sjúkdómum framtíðarinnar.

Vísindamenn segja að breyttir lifnaðarhættir hafi leitt til þess að sumar bakteríutegundir hafi horfið og þegar þær hverfa eru þær útdauðar og þá er of seint að reyna að gera eitthvað.

Mikið hreinlæti drepur bakteríur

Þrátt fyrir að bakteríur mannslíkamans hafi verið undir smásjá vísindamanna árum saman, eru enn fjölmargar bakteríur sem við vitum ekki mikið um. Vísindamönnum hefur ekki tekist að rækta þær í nógu miklu magni, þeir vita að þær eru í mannslíkamanum en vita ekki hvað þær gera.

Ein af ástæðunum fyrir því að sumar bakteríutegundir eru útdauðar er aukið hreinlæti. Hreinlæti er mikilvægt, til dæmis til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma, eins og til dæmis kórónuveiran.

Á sama tíma þýðir aukinn handþvottur og mikil notkun handspritts einnig að við komumst ekki í tæri við jafn margar bakteríur og áður. Vísindamenn sem vinna að verkefninu segja að þetta geti hugsanlega útskýrt hvers vegna astmi og ofnæmi er orðið svo algengt.

Bakteríubankinn hefur verið kallaður Örkin hans Nóa, fyrir bakteríur og hægt er að líkja honum við aðþjóðlega fræbankann á Svalbarða. Þar eru yfir milljón tegundir fræja geymdar til að verja þær gegn loftslagsbreytingum, sjúkdómum, stríði og náttúruhamförum.

Fyrirhugað er að bakteríubankinn muni þjóna svipuðu hlutverki. Verkefninu var hrundið af stað árið 2018 og meðal næstu skrefa er að finna stað fyrir bankann. Vísindamenn sem taka þátt í verkefninu hafa bent á að hægt væri að finna honum stað í Noregi eða Sviss, þar sem kalt andrúmsloft getur komið sér vel við geymsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?