fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Það var ekki bara skíðafólk sem kom heim með kórónuveiruna í farangrinum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegir kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, eru flóknari en áður var talið. Þetta kemur fram í nokkrum rannsóknum sem blaðamenn norska Aftenposten fóru yfir. Niðurstöðurnar benda til að veiran hafi borist til Evrópu, þar á meðal til Norðurlandanna, eftir fleiri leiðum en áður var talið.

Rannsóknir sænska heilbrigðisyfirvalda sýna til dæmis að veiran hafi ekki bara borist til landsins með fólki sem fór í skíðaferðalög til Ítalíu og Austurríkis. Margir Svíar hafa nefnilega smitast af kórónuveiru sem barst frá New York. Þetta er byggt á rannsóknum á erfðamengjum veirunnar. Johan Carlson, forstjóri sænsku lýðheilsustofnunarinnar, sagði í samtali við Dagens Nyheter að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið nægilega vakandi fyrir smiti frá mörgum löndum.

„Augu okkar beindust að ferðamönnum frá Ítalíu en í dag vitum við að smitið kom frá öðrum löndum sem við veittum ekki athygli.“

Hann sagði einnig að það hafi verið frekar auðvelt að finna þá Svía sem höfðu verið í skíðaferðum á Ítalíu. Þetta hafi yfirleitt verið vel menntað fólk frá Stokkhólmi og það hafi fylgst vel með fréttum. Þetta hafi orðið til þess að annar hópur fór fram hjá sjónum yfirvalda. Í honum hafi verið þeir Svíar sem höfðu ferðast víða um heim og sérstaklega til landa þar sem ekki var vitað að veiran væri á kreiki.

Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa birt niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar á hvaðan veiran, sem hefur herjað á Noreg, er upprunninn. Fyrstu niðurstöður benda til að fjögur afbrigði, hið minnsta, af veirunni séu í Noregi. Eitt frá Ítalíu og þrjú frá Austurríki. Einnig hafa verið staðfest afbrigði sem bárust frá Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?