fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 05:30

George Floyd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eitt málið varðandi dauða svarts manns af völdum lögreglunnar er komið upp í Bandaríkjunum og hefur verið efnt til mótmæla vegna málsins. Fjórum lögreglumönnum hefur verið vikið úr starfi vegna málsins og alríkislögreglan FBI rannsakar málið.

„Ég næ ekki andanum.“ Var eitt af því síðasta sem maðurinn, hinn fertugi George Floyd, sagði á mánudaginn áður en hann lést. Hann lá þá ber að ofan á götu úti í Minneapolis. Búið var að handjárna hann en lögreglumaður hélt honum föstum á götunni með því að þrýsta hné sínu á háls hans og hnakka.

Atburðurinn var tekinn upp og hefur myndbandið vakið mikinn óhug en það hefur verið í mikilli dreifingu á netinu. Ekki sést á upptökunni hvað gerðist áður Floyd var handtekinn.

Á upptökunni heyrist Floyd grátbiðja lögreglumanninn um að fjarlægja hné sitt en hann varð ekki við því. Að lokum missti Floyd meðvitund og var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Í bakgrunni upptökunnar heyrist þegar fólk hvetur lögreglumanninn til að fjarlægja hné sitt af Floyd.

Fólk hefur mótmælt ofbeldi lögreglunnar. Mynd:EPA-EFE/CRAIG LASSIG

Myllumerkið „#IcantBreathe“, sem voru síðustu orð Floyd, fer nú mikinn á samfélagsmiðlum ásamt hinu þekkta slagorði „black lives matter“.

Lögreglan í Minneapolis sendi frá sér fréttatilkynningu á mánudaginn þar sem kom fram að lögreglumanninum, sem lá með hné á hálsi Floyd, hefði verið vikið frá störfum en héldi launum á meðan rannsókn færi fram.  Einnig kom fram að lögreglan hafi verið send á vettvang eftir að tilkynnt var um svik. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafi Floyd verið þar sitjandi í bíl.

„Honum var skipað út úr bílnum. Eftir að hann kom út úr honum veitti hann mótspyrnu. Lögreglumönnum tókst að handjárna hann og veittu því athygli að hann þyrfti á læknisaðstoð að halda. Kallað var eftir sjúkrabifreið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til Hennepin County Medical Center þar sem hann lést skömmu síðar.“

Segir í tilkynningunni.

Eftir þessa tilkynningu vatt málið enn frekar upp á sig því alríkislögreglan FBI var fengin til að rannsaka það og þremur lögreglumönnum til viðbótar var vikið úr starfi að því er Jacob Frey, borgarstjóri, skrifaði á Twitter.

„Það sem ég sá var svo rangt. Það að vera svartur í Bandaríkjunum á ekki að vera dauðadómur.“

Skrifaði hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?