fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

32 afgerandi mínútur í máli Anne-Elisabeth – Hvað gerðist á þessum mínútum?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 07:00

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerðist í einbýlishúsinu við Sloraveien 4 í Lørenskog þann 31. október 2018? Þetta er spurningin sem lögreglan hefur reynt að finna svar enda er þetta lykilatriðið til að leysa ráðgátuna um hið dularfulla hvarf Anne-Elisabeth Hagen. En hálfu öðru ári síðar virðist lögreglunni ekki hafa orðið mikið ágengt.

Lögreglan hefur kortlagt þennan örlagaríka dag mínútu fyrir mínútu en þó standa 32 mínútur eftir en svarið við hvað gerðist er væntanlega að finna á þessum mínútum. VG segir að lögreglunni hafi ekki enn tekist að slá því föstu hvenær Anne-Elisabeth var numin á brott eða drepin.

Eiginmaður hennar til 40 ára, Tom Hagen, og faðir þriggja barna þeirra er grunaður um aðild að málinu en hann neitar að hafa nokkra vitneskju um örlög eiginkonunnar. Þegar hann kom heim eftir hádegi þennan dag var Anne-Elisabeth horfin og síðan hefur ekkert til hennar spurst.

Lögreglan veit að Tom fór akandi til vinnu um morguninn. Margar upptökur af akstri hans til vinnu eru til úr eftirlitsmyndavélum en leiðin er stutt.

Anne-Elisabeth Hagen.

Vitað er að Anne-Elisabeth sendi sms um klukkan 9 og vitað er að hún ræddi við samstarfsmann Tom í síma klukkan 08.56. Klukkan 09.14 hringdi hún í ættingja og ræddi við hann í nokkrar mínútur. Rúmum hálftíma síðar hringi rafvirki í hana en hún svaraði ekki. Lögreglan hefur alla tíð talið að þessar 32 mínútur séu afgerandi fyrir lausn málsins.

Vitað er að á meðan Anne-Elisabeth talaði í símann var bíl ekið eftir göngustíg aftan við húsið. Upptaka af bílnum náðist á eftirlitsmyndavél í nágrenninu. Ekki hefur tekist að hafa uppi á bílnum eða þeim sem ók honum.

Myrt í húsinu

VG segir að Tom hafi ítrekað hringt í eiginkonu sína þennan dag og varð að sögn mjög áhyggjufullur þegar hún svaraði ekki. Um klukkan hálf tvö var hann orðinn svo órólegur að hann fór heim til að kanna hvort eitthvað væri að. Hún var ekki í húsinu þegar hann kom heim og hann leitaði að henni og hringdi í síma hennar. Þetta sagði hann lögreglunni þegar hann tilkynnti um hvarf Anne-Elisabeth.

Á heimilinu fundust hótunarbréf þar sem lausnargjalds upp á níu milljónir evra var krafist fyrir lausn Anne-Elisabeth. Það átti að greiða með rafmynt.

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Nýlega skýrði lögreglan frá því að hún telji að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu og síðan hafi gerandinn eða gerendurnir haft lík hennar á brott með sér.

Svein Holden, verjandi Tom, hefur sagt að Tom hafi skothelda fjarvistarsönnum á þeim tíma sem lögreglan telur að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Hann telur auk þess að gögn lögreglunnar sanni ekki með óyggjandi hætti að Anne-Elisabeth hafi verið myrt í húsinu. Það sé alveg eins líklegt að það hafi verið gert eftir að hún var flutt úr húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?