fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þetta sagði Manshaus þegar hann var handtekinn í moskunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 19:01

Philip Manshaus fyrir rétti. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar vopnaðir lögreglumenn ruddust inn í Al-Noor moskuna í Noregi þann 10. ágúst á síðasta ári var Philip Manshaus, 22 ára, svo útataður í blóði að lögreglumenn töldu að hann hefði verið skotinn en svo var ekki. Mál Manshaus er nú fyrir dómi í Noregi en hann er ákærður fyrir að hafa myrt 17 ára systur sína og fyrir hryðjuverkaárás á moskuna.

Manshaus sagði fyrir dómi í síðustu viku að hann hefði farið inn í moskuna með það að markmiði að drepa eins marga og hann gæti. Skömmu eftir að hann var kominn inn í moskuna yfirbugaði hinn 65 ára Mohammed Rafiq hann. Nokkrum skotum var hleypt af en enginn þeirra þriggja sem voru til staðar urðu fyrir þeim.

Í gær skýrðu lögreglumenn frá aðkomunni á vettvang. Þeir sögðu að mikið blóð hafi verið á Manshaus og hann hafi verið fölur. Þeir hafi því talið hann hefði verið skotinn en svo var ekki, hann hafði fengið skurð á hnakkann.

Manshaus var ekki samvinnuþýður til að byrja með en síðan fór hann að vilja ræða við lögreglumennina. Það fyrsta sem hann sagði þeim var að það væri hættulegt að vera í moskunni og að þeir yrðu að koma sér á brott en skýrði ekki frekar af hverju.

Hann bað síðan lögreglumann um að skoða hendurnar sínar og sagði síðan að þeir væru bræður og aðrir sem væru til staðar væru bara sori. Þar á hann væntanlega við þá skoðun sína að fólk af öðrum kynþáttum en hvítum sé óæðra en Manshaus er heltekinn af öfgahyggju og hatri á minnihlutahópum.

Manshaus segist hafa verið undir áhrifum frá Brenton Tarrant sem myrti 51 í mosku í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“