fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Breyta 17.200 lítrum af Somersby í handspritt – Liður í baráttunni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 05:59

Notar þú handspritt? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt rennur gin og viskí úr krönunum í Nyborg brugghúsinu á Fjóni í Danmörku. En þessa dagana kemur hvorki gin né viskí úr krönunum því brugghúsið er nú að framleiða handspritt fyrir danska heilbrigðiskerfið, meðal annars úr hinum þekkta drykk Somersby frá Carlsberg.

„Við erum mjög sérhæft brugghús, líklega það eina í Danmörku, sem getur framleitt 90 prósent spritt í svona miklu magni og mér finnst að manni beri skylda til að bjóða fram krafta sína þegar yfirvöld auglýsa eftir spritti.“

Sagði Tørk Eskild Furhauge, forstjóri brugghússins, í samtali við Danska ríkisútvarpið.

Brugghúsið hefur úr nægu ókeypis alkóhóli að moða til framleiðslunnar. Það hefur sjálft lagt til alkóhól en það hafa einnig Carlsberg og Albani brugghúsin gert auk fleiri brugghúsa. Carlsberg sendi í byrjun vikunnar 17.200 lítra af Somersby í brugghúsið og verður þeim breytt í handspritt. Rétt er að taka fram að brugghúsin gefa vörur sínar. Nyborg brugghúsið leggur til aðstöðu og starfsfólk án endurgjalds. Furhauge sagði að þegar ástand eins og er núna komi upp þurfi að ýta öllum áætlunum til hliðar og hjálpa samfélaginu að komast í gegnum það.

Brugghúsið getur framleitt um 2.000 lítra af spritti á dag ef nægt hráefni er til staðar. Ekki veitir af því handspritt er orðið af skornum skammti víða. Venjulegt danskt sjúkrahús þarf um 1.000 lítra af handspritti á sólarhring. Þegar eimun er lokið í Nyborg brugghúsinu er sprittið flutt til fyrirtækisins Gundal í Billund á Jótlandi þar sem fullvinnsla þess fer fram og það verður endanlega að handspritti og er tappað á flöskur sem eru síðan sendar til sjúkrahúsa landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“