fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Dularfullur dauðdagi 200 fugla – Nú telur lögreglan sig hafa leyst málið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 07:02

Hluti fuglanna. Mynd: North Wales Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú yfirleitt ekki lögreglumál þegar fuglar eða önnur dýr drepast en þó eru til undantekningar á því. Ein slík kom upp í Anglesey í norðvesturhluta Wales í desember. Þá fundust um 200 dauðir fuglar á um 100 metra vegarkafla í bænum. Sumir þeirra lágu í runna við veginn en aðrir á veginum en engir á ökrunum í kring.

Þetta þótti að vonum dularfullt og því hóf lögreglan rannsókn á málinu og naut aðstoðar dýra- og plöntuverndarstofnunar ríkisins við rannsóknina. The Guardian skýrir frá þessu.

Nú liggur niðurstaða rannsóknarinnar fyrir. Krufning á sumum fuglanna leiddi í ljós að þeir höfðu drepist af völdum alvarlegra innri áverka eftir árekstur. Lögreglan segir að ekki hafi þó verið gerð nákvæm eiturefnarannsókn en hún sé „nokkuð viss“ um ástæðu þess að fuglarnir drápust.

Rob Taylor, sem stýrði rannsókninni, sagði að áverkarnir á fuglunum styðji við þá kenningu að þeir hafi drepist eftir að hafa lent á jörðinni á miklum hraða. Líklega hafi stór fuglahópur verið á flugi þegar ránfugl kom nærri honum. Hópurinn hafi reynt að víkja sér undan ránfuglinum og tekið skarpar beygjur og hækkað og lækkað flugið. Í tengslum við þetta hafi aftasti hluti hópsins ekki náð að rétta flugið í tæka tíð og því flogið beint á jörðina.

Hann þakkaði fólki fyrir áhuga þess á málinu og allar þær kenningar, um ástæðu fugladauðans, sem fólk kom á framfæri við lögregluna en sagði jafnframt að sumar kenningarnar hafi verið ótrúlegar og óskiljanlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump