fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Svona unnu Portúgalar dópstríðið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætur fíkniefnafaraldursins í Portúgal má rekja aftur til áttunda áratugar síðustu aldar. Hin blóðuga nellikubylting skall á árið 1974 og kjölfar hennar losnuðu Portúgalar undan valdi einræðisherrans Antónios Salazar og öðluðust sjálfstæði. Nærri fimm ára einangrun var því lokið í landinu og opnaðist það fyrir fíkniefnum frá Afganistan og Evrópu. Þetta nýfundna frelsi breyttist fljótt í martröð því á níunda áratug síðustu aldar var fíkniefnafaraldurinn búinn að breiða úr beittum klóm sínum og var talað um að dópið væri mun alvarlegra og verra en AIDS-faraldurinn. Stjórnmálamenn litu framhjá vandanum sem óx sífellt ásmegin. Talið er að einn af hverjum hundrað Portúgölum hafi verið háður heróíni seint á tíunda áratug síðustu aldar. Árið 1999 dóu tæplega fjögur hundruð manns úr of stórum skammti eiturlyfja.

Sjúklingar, ekki glæpamenn

Loksins þurftu yfirvöld að opna augun fyrir vandanum og seint á tíunda áratugnum hófst vinna við að afglæpavæða fíkniefnaneyslu. Árið 2001 var það síðan bundið í lög og varð Portúgal fyrsta landið í heiminum til að afglæpavæða fíkniefnaneyslu. Fíkniefni voru, og eru, enn ólögleg og fólk er sótt til saka fyrir að selja eða smygla inn fíkniefnum en fólk sem tekið er með neysluskammta er ekki handtekið. Markmiðið var að meðhöndla fólk með fíknisjúkdóma af mannúð, að meðhöndla fíkn eins og sjúkdóm, ekki bresti. Litið var á fíkla sem sjúklinga, ekki glæpamenn og þeir fóru í meðferð, ekki í fangelsi.

Þessar breytingar virkuðu og það fljótt. Fjöldi heróínnotenda í Portúgal hefur minnkað um tvo þriðju og einnig dauðsföllum, en aðeins þrjátíu manns létust úr fíkniefnaneyslu allt árið 2016, miðað við tæplega fjögur hundruð árið 1999. Þá hefur HIV-smiti einnig fækkað umtalsvert en átján tilfelli smits voru greind árið 2016 miðað við 907 árið 2000.

Þetta ófremdarástand sem skapaðist í kringum fíkniefnafaraldurinn hafði áhrif á marga. Fangelsin voru yfirfull af fíklum og segir Félix da Costa, sem hefur unnið með fólki með fíknisjúkdóma síðustu þrjá áratugina, í samtali við Huffington Post að um mannlega harmleiki hafi verið að ræða í hverri einustu viku.

„Í öllum fjölskyldum var einhver sem neytti fíkniefna eða lést úr eiturlyfjaneyslu, eða fjölskyldan þekkti einhvern náinn sér sem var í neyslu.“

Andstaða úr hægri

Hörmungar Ástandið var virkilega slæmt í Portúgal á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Læknirinn João Goulão lék veigamikið hlutverk í þessari hugarfars- og lagabreytingu í Portúgal. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var hann ungur læknir á Algarve í suðurhluta Portúgals og fann fyrir fjölgun sjúklinga sem glímdu við eiturlyfjafíkn.

„Ég var ekki sérfræðingur í eiturlyfjum en ég var til staðar þegar fólk vildi koma til mín,“ segir hann. Það má segja að João hafi orðið sérfræðingur í að meðhöndla fíkla, líkt og svo margir heimilislæknar í Portúgal á þessum tíma. João varð síðar lykilmaður í afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í landinu. En fyrst leiddi hann opnun á almenningsmiðstöðvum sem meðhöndluðu fólk með fíknisjúkdóma, CAT, á seinni hluta níunda áratugarins. Fyrsta miðstöðin var opnuð í Lissabon árið 1987 og stjórnað af heilbrigðisráðuneytinu. João, í samvinnu við annað heilbrigðisstarfsfólk, opnaði slíkar miðstöðvar víðs vegar um landið og fyrsta skref í átt að afglæpavæðingu var sprautuprógrammið sem byrjaði árið 1993. Með því gat hver sem er mætt í apótek með notaða sprautunál og fengið hreina í staðinn án þess að þurfa að gera grein fyrir einu eða neinu.

Það var svo seint á tíunda áratugnum sem yfirvöld byrjuðu að skoða lagabreytingar. Fjölmargir komu að borðinu, sérfræðingar, læknar, dómarar og fleiri, til að búa til aðgerðaráætlun um hvernig Portúgalar gætu barist gegn dópvánni og haft sigur. João var í þessum hópi. Hópurinn kynnti áætlun árið 1998 sem lagði grunn að lögum um afglæpavæðingu og voru þau samþykkt árið 2001. Þetta var róttækt plan og hægrimenn ekki á eitt sáttir. Vöruðu þeir við því að með þessari löggjöf myndi landið verða sem segulstál á fíkniefnaneytendur um heim allan.

Allt annað kom á daginn og fljótlega var hægt að merkja jákvæð áhrif laganna. Þá myndaðist þverpólitísk sátt um lögin. Í dag eru hins vegar nokkrar áhyggjur um hvort hægt sé að viðhalda þessum góða árangri. João segir að dópstríðið hafi fallið neðar og neðar á forgangslista stjórnvalda og búið sé að skera niður fjárframlög til verkefnisins. João telur því að verkefnið sé í hættu.

„Þetta er ekki lengur sexí umræðuefni,“ segir hann.

Fyrirmynd Íslands

Það er þó vert að minnast á að árangur Portúgals í fíkniefnastríðinu hefur vakið heimsathygli, en fíkniefnanotkun þar í landi er meðal því minnsta sem gerist og gengur í Evrópu. Fjöldi þeirra sem deyja á ári hverju úr fíkniefnaneyslu er töluvert lægri en meðalfjöldi í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrir tuttugu árum voru um það bil hundrað þúsund heróínfíklar í Portúgal en nýjustu gögn sýna að þeir séu 25 þúsund talsins í dag.

Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu hefur verið talsvert í umræðunni síðustu misseri á Íslandi og vekur upp heitar umræður í þingheimi. Nýlega lagði Píratinn Halldóra Mogensen fram frumvarp um að varsla neysluskammta yrði ekki lengur refsiverð, þótt sala fíkniefna, afhending, framleiðsla og smygl yrði enn bannað. Þá lagði Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra einnig fram frumvarp um neyslurými fyrir stuttu og er Portúgal mikil fyrirmynd við gerð þessara frumvarpa. Skiptar skoðanir hafa verið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu hér á landi en tölurnar frá Portúgal segja meira en mörg orð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“