Mánudagur 09.desember 2019
Pressan

Dæmi um að börn komi í skólann með falskt nesti

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 07:02

Það eru ekki öll börn sem fá svona gott nesti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að börn komi með krumpaðar matarumbúðir í nestisboxum sínum í skólann til að leyna því að fjölskyldur þeirra búa við þröngan kost og hafa ekki efni á að senda þau með nesti í skólann.

„Nesti? Aldrei. Mamma sendi okkur bara með krumpaðan bökunarpappír svo það liti út fyrir að við værum með nesti.“

Þetta er haft eftir „Agnesi“, nú 19 ára, í nýrri skýrslu frá norsku góðgerðarsamtökunum Kirkens Bymisjon. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Adelheid Firing Hvambsal, aðalritara samtakanna, að fyrir mörg börn sé það fullt starf að leyna því að foreldrar þeirra séu fátækir.

Í skýrslunni kemur fram að mörg börn og ungmenni í Noregi búa við mjög þröngan kost. Mörg börn fara svöng í rúmið á kvöldin og margar fjölskyldur hafa ekki efni á að kaupa föt.

Um 100.000 börn alast upp í fátækum fjölskyldum í Noregi. Þar sem ástandið er verst, til dæmis Drammen og Osló, á þetta við um fimmta hvert barn. Barnafátækt hefur vaxið að umfangi í Noregi á undanförnum 20 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea sviptir hulunni af nýjum bæ – Sagður „táknmynd siðmenningarinnar“

Norður-Kórea sviptir hulunni af nýjum bæ – Sagður „táknmynd siðmenningarinnar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“

„Við stöndum frammi fyrir baráttu upp á líf eða dauða“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð

Mennirnir skotnir til bana í morgun: Grunaðir um hópnauðgun og morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

142.000 manns létust úr mislingum 2018

142.000 manns létust úr mislingum 2018
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skólastjóri bannar nemendunum að senda jólakort

Skólastjóri bannar nemendunum að senda jólakort
Pressan
Fyrir 4 dögum

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm

Laug á starfsumsókn – í gær fékk hún þungan dóm