Fimmtudagur 21.nóvember 2019
Pressan

Gjaldþrotið fer illa með ferðamannaparadísina – Galtóm hótel

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 19:00

Frá Spáni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar gjaldþrots bresku ferðaskrifstofunnar Thomas Cook hafa íbúar á Mallorca upplifað mikinn samdrátt í ferðamannaiðnaðinum. Það munar mikið um þá mörg þúsund ferðamenn sem ferðaskrifstofan flutti til eyjunnar í hverjum mánuði.

„Ég hef svo miklar áhyggjur af framtíðinni. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað mun gerast.“

Hefur Daily Star eftir Debbie Ellen sem á barinn Sun Deck í Cala Millor. Framtíð hennar og tveggja barna hennar er í lausu lofti eftir gjaldþrotið. Margir aðrir eru í sömu stöðu og hún.

Mörg stór ferðamannasvæði, til dæmis Magaluf og Calla Millor, eru algjörlega háð breskum ferðamönnum og án þeirra hefur fólk ekkert til að lifa af.

Thomas Cook, sem var stærsta ferðaskrifstofa heims, varð gjaldþrota eftir áralangan taprekstur.

Talið er að allt að 500 hótel á Spáni neyðist til að loka fyrir fullt og allt vegna gjaldþrostins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðarástandi lýst yfir á Samóa vegna mislingafaraldurs

Neyðarástandi lýst yfir á Samóa vegna mislingafaraldurs
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast enn meiri hörmungar vegna gróðureldanna í Ástralíu – Enn hlýrra og þurrara veður í vændum

Óttast enn meiri hörmungar vegna gróðureldanna í Ástralíu – Enn hlýrra og þurrara veður í vændum