fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Spánn er besta land heims til að ferðast til – Mesta öryggið á Íslandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 21:00

Frá Spáni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sól, strendur, fjöldi áhugaverðra staða og gómsætur matur. Þetta er meðal þess sem er að finna á Spáni og þetta virðist svo sannarlega virka vel því þriðja árið í röð hefur landið verið kjörið besta land heims til að ferðast til af World Economic Forum.

Fólk frá allri Evrópu og raunar allsstaðar að úr heiminum flykkist til Spánar árlega og það er greinilega engin tilviljun.

Frakkland er í öðru sæti listans og Þýskland í því þriðja. En það er rétt að hafa í huga að listinn er byggður á mörgum ólíkum þáttum, þar á meðal eru öryggi, innviðir, gistimöguleikar og hvað fólk fær fyrir peningana sína. CNN skýrir frá þessu.

Í heildina er lagt mat á 90 mismunandi þætti og þeir skiluðu Spáni, Frakklandi og Þýskalandi í þrjú efstu sætin. Þar á eftir koma Bandaríkin og Japan. Á botninum sitja meðal annarra Jemen, Líbería og Búrúndí.

Þeir sem leggja mikla áherslu á heilbrigði og hreinlæti ættu að fara til Austurríkis sem skorar hæst í þessum þáttum. Þeir sem vilja vera í öruggu umhverfi ættu hins vegar að fara til Finnlands, Óman eða Íslands en í þessum löndum er öryggi ferðamanna mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður