fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Brjálæðisleg kenning Michael Moore um Donald Trump – Getur þetta verið rétt hjá honum?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 07:43

Fahrenheit 11/9.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 14 árum var heimildamyndin Fahrenheit 9/11 í leikstjórn Michael Moore gefin út. Hún fjallar á gagnrýnin hátt um stríðið í Írak, stjórn Bush og stríðið gegn hryðjuverkum. Myndin sló í gegn og tók inn 222 milljónir dollara í miðsölu. Nú hefur Michael Moore gert framhald af myndinni. Nýja myndin heitir Fahrenheit 11/9. Titillinn vísar til 9. nóvember sem var dagurinn sem Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

The Guardian segir að Moore segi myndina vera „upphafið á endinum fyrir Donald J. Trump“.

„Trump er Frankenstein okkar tíma og við erum Dr. Frankenstein.“

Sagði Moore í viðtali við Hollywood Reporter og á þar við að við höfum öll átt þátt í að skapa þær aðstæður sem urðu til þess að við sitjum uppi með Trump.

Í upphafi myndarinnar varpar Moore fram spurningu:

„Hvernig í fjandanum gerðist þetta?“

Hann bendir síðan á ýmsa þætti sem hafi átt sinn þátt í þessu: heimskuleg fjölmiðlaumfjöllun, fjársveltir skólar sem hafa ekki getað veitt nemendum þá menntun sem þeir eiga kröfu á og hann telur einnig að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og James Comey, fyrrum forstjóri FBI, eigi hlut að máli.

En þetta eru smáatriði miðað við það sem söngkonan og leikkona Gwen Stefani hefur á samviskunni að mati Moore. Hann segir hana bera höfuðábyrgð á að Trump situr nú á forsetastóli.

Kenning Moore gengur út á að snemma árs 2015 hafi Trump áttað sig á að Stefani var með hærri laun sem stjórnandi The Voice en hann sem stjórnandi The Apprentice. Moore sér fyrir sér að Trump hafi af þessum sökum kynnt hugmyndir sínar um forsetaframboð í Trump Tower í júní 2015, eingöngu til að sýna stjórnendum NBC hversu vinsæll hann væri. Moore segir að Trump hafi rætt um að bjóða sig fram síðan 1988 en hafi ekki viljað verða forseti.

„Það er engin þakíbúð í Hvíta húsinu og hann vildi eiginlega ekki búa í „svartri borg“.“

Segir Moore og segir að Trump hafi reynt að spila með NBC og etja sjónvarpsstöðinni saman við aðra sjónvarpsstöð en áætlun hans gekk ekki eftir. NBC sleit öll tengsl við Trump eftir að hann fór að tala um að Mexíkó sendi „eiturlyfjasala og nauðgara“ yfir landamærin. Þá stóð Trump mitt á milli ákafra stuðningsmanna sinna og áhugasamra fjölmiðla. Hann hafi því einfaldlega haldið baráttu sinni áfram og að lokum sigrað í forsetakosningunum 2016.

Washington Post hefur velt því upp að fræjum forsetaframboðs Trump hafi verið sáð 2011 þegar árlegur hátíðarkvöldverður fréttamanna í Hvíta húsinu fór fram. Þá gerðu grínistinn Seth Meyers og Barack Obama, þáverandi forseti, mikið grín að Trump. Trump hafði þá verið í sviðsljósi fjölmiðla, ekki bara sem sjónvarpsstjarna heldur einnig sem gagnrýnandi Obama. Hann var einn þeirra sem hratt „birther“ hreyfingunni af stað en hún krafðist þess að Obama framvísaði fæðingarvottorði sínu til að sanna að hann væri fæddur í Bandaríkjunum.

„Enginn er ánægðari en Donald yfir að nú er þessu fæðingarvottorðsmáli lokið. Nú getur hann loksins einbeitt sér að mikilvægum málum: Lentu menn á tunglinu? Hvað gerðist í Roswell? Hvar eru Biggie og Tupac?“

Sagði Obama úr ræðustól og vísaði hér til þekktra samsæriskenninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur