fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Dýrðlegur chili sin carne-réttur að hætti Þorbjargar sem bjargar deginum

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 10:42

Þorbjörg aðhyllist bólgustemmandi lágkolvetnamataræði sem hefur reynst henni afar vel. Hér er einn af hennar uppáhalds réttum sem á vel við á þessum árstíma. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og bókahöfundur, segir að góð heilsa og hollusta sé byggð á öruggum og sterkum stoðum og þær mikilvægustu séu mataræði, líkamsrækt, hugrækt og viðleitni. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Fréttablaðinu í nýliðinni viku.

Þorbjörg er næringarsérfræðingur, heilsuráðgjafi og lífsþjálfi með 30 ára reynslu að baki. Hún hefur hjálpað fólki og gefið innblástur um heilsusamlegan lífsstíl í einkatímum, í bókunum sínum, í fyrirlestrum og á námskeiðum um árabil og nýtur sín í þessu hlutverki. Hún gaf lesendum Fréttablaðsins upp þess dýrðlegu uppskrift af chili sin carne rétti sem þið verðið að prófa. Hann á einstaklega vel við á þessum árstíma og getur hreinlega bjargað deginum þegar kalt er úti.

Einn af mínum uppáhaldsréttum á þessum árstíma er chili sin carne og mig langar að deila uppskriftinni minni að honum með ykkur,“ segir Þorbjörg að lokum. Hægt er að fylgjast með því sem Þorbjörg er að gera og námskeiðunum hennar á heimasíðu hennar, ketoflex.is.

Chili sin carne
4–5 skammtar

800–1.000 g hakkað nautakjöt eða lambakjöt

1 dós / 140 g tómatkraftur

400 g (ein dós) lífrænar nýrnabaunir eða svartar baunir eða kjúklingabaunir. Ef notaðar eru þurrkaðar baunir skal leggja þær fyrst í bleyti í 12 klukkustundir og sjóða svo í 1 klukkustund.

2 miðlungsstórir laukar, fínhakkaðir

2 hvítlauksrif, hökkuð smátt

Ólífuolía eða smjör til að steikja úr

1 tsk. cayenne-pipar

2–3 tsk. rautt chili duft /fræ

2–3 tsk. kúmen

1 msk. þurrkað óreganó

1 tsk. vanilluduft

2 tsk. reykt paprikuduft (smoked paprika)

3–400 ml vatn

1 msk. grænmetisduft

2–3 tsk. flögusalt /sjávarsalt

Nýmalaður svartur pipar

Laukur og hvítlaukur brúnaður í olíu. Kjötið og allt kryddið sett út í og haldið áfram að steikja og hræra í hráefninu. Vatni og tómatkrafti bætt út í og allt hrært vel saman. Látið malla í hálftíma. Baunirnar settar út í og látið malla áfram í 15 mínútur. Smakkið til hvort vantar meira af til dæmis salti eða pipar. Berið fram rjúkandi heitt og toppið með 1 matskeið af rjómaosti eða 36% feitum sýrðum rjóma og saxaðri steinselju eða kóríander. Tilvalið að hafa blómkálshrísgrjón með þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa