fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Þessir sjúklega góðu vefjuvasar með kjúkling eiga eftir að gleðja

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 13:15

Þessir dásamlegu vefjuvasar fylltir með kjúklingarétt steinliggja á fimmtudagskvöld. Saðsamt og ljúffengt með mexíkósku ívafi. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hreiðars okkar ástsæli matarbloggari sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar kemur með fimmtudagsgleðina handa okkur að þessu sinni og býður upp á þessa sjúklega góðu vefjuvasa. Það má auðvitað leika sér með hráefnið sem ofan í þá er sett en þessi uppskrift steinliggur hjá Berglindi.

„Ég elska Taquitos og hef nokkrum sinnum gert slíkar rúllur. Það er hins vegar snilld að setja blönduna inn í svona vefjuvasa því þá er ekkert að leka út um annan endann og auðveldara að borða með því að halda á vasanum,“ segir Berglind.

Það er hægt að kaupa tilbúinn eldaðan kjúkling til að einfalda sér verkið og það er fljótlegt og gott að útbúa þessa dásemd. Það má líka gera sinn eigin kjúkling og rífa niður, fer allt eftir því hvað hverjum og einum passar og svo að sjálfsögðu tíminn sem viðkomandi hefur fyrir eldamennskuna.

Kjúklingavasar að hætti Berglindar Hreiðars

Fyrir 4

Kjúklingavasar

8 x Old El Paso Pocket vasavefjur

400 g rifinn,eldaður kjúklingur

120 g rifinn ostur að eigin vali

130 g rjómaostur við stofuhita

½ lime (safinn)

100 g Old El Paso salsasósa eða að eigin vali

2 msk. Old El Paso Tacokrydd eða að eigin vali

2 rifin hvítlauksrif

1 tsk. salt

3 msk. saxaður kóríander

Matarolía til penslunnar

Gróft salt

Hitið ofninn í 180°C. Takið til vasavefjur, kjúkling og ost, leggið til hliðar. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál fyrir utan matarolíu og gróft salt. Þegar búið er að píska það saman má bæta rifnum osti og kjúkling saman við og skipta á milli vefjuvasanna. Raðið þeim næst á bökunarplötu, penslið með matarolíu og stráið smá grófu salti yfir. Setjið inn í ofn með álpappír yfir (svo vefjurnar brenni ekki) í um 10 mínútur, takið þá álpappírinn af og bakið áfram í um 5 mínútur eða þar til vefjuvasarnir gyllast vel. Berið fram með salsaídýfu (sjá uppskrift hér að neðan), guacamole og nachos flögum.

Salsaídýfa

70 g sýrður rjómi

70 g Hellmann‘s majónes eða majónes eftir smekk

130 g Old El Paso salsasósa eða salsa eftir smekk, má líka gera heimatilbúna

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun. Fallegt er að strá söxuðu kóríander yfir í lokin en ekki nauðsynlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa