fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Pressan

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 28. apríl 2024 07:30

Þessi er nú bara stubbur miðað við risaslönguna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverskir vísindamenn hafa fundið steingervinga í námu á Indlandi sem gætu verið af stærstu slöngu sem nokkru sinni hefur lifað hér á jörðinni. Hún var líklega mun stærri en núverandi methafi sem er Titanoboa sem er „aðeins“ tveir metrar á lengd.

Nýja tegundin hefur fengið heitið „Vasuki Indicus“. Steingervingarnir af henni eru 47 milljóna ára gamlir en 27 steingerðir hryggjarliðir úr slöngunni fundust í Panandhro Lignite námunni í Gujarat.

Steingervingafræðingar telja að steingerðu hryggjarliðirnir séu úr fullvöxnu dýri. Þeir áætluðu lengd dýrsins út frá ummáli mænunnar og komust að því að það hafi verið 11 til 15 metra langt en viðurkenna að það geti verið skekkja í þessum útreikningi þeirra.

Rannsókn þeirra var nýlega birt í vísindaritinu Scientific Reports.

Live Science segir að vísindamenn telji að tegundin hafi lifað í Suður-Ameríku, Afríku, Indlandi, Ástralíu og Suður-Evrópu og hafi þrifist best í 28 gráðu hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings