fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. apríl 2024 12:30

Flakið er draugalegt, vægast sagt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa spurt sig hvað varð um lík farþega og skipverja farþegaskipsins þekkta Titanic, sem sökk í jómfrúarferð sinni í aprílmánuði árið 1912. Engar mannlegar leifar hafa fundist í flakinu, ekki einu sinni bein.

Fjallað er um málið í grein breska dagblaðsins Daily Mail.

Um 70 prósent allra um borð fórust í slysinu mikla þegar Titanic rakst utan í ísjaka á leið sinni til Bandaríkjanna. Þetta voru um 1500 manns. Mörg lík fundust gaddfreðin á floti eftir slysið sjálft en um 1160 lík fundust aldrei.

Flak Titanic fannst árið 1985 á 4 þúsund metra dýpi. Síðan þá hefur verið farið að flakinu en engar mannlegar leifar fundist.

Skópör en engin bein

Að sögn James Delgado, fornleifafræðings sem er sérhæfður í minjum í hafi, er mörgu ósvarað varðandi varðveislu á hafsbotni. En ljóst er að líkamsleifar hverfa með tímanum.

„Meira að segja tennur leysast upp eftir ákveðinn tíma á sjávarbotninum, þar sem er aðallega einfrumungalíf,“ sagði Delgado with blaðið.

Sjálfur hefur hann tvisvar sinnum farið niður að flaki Titanic, árin 2000 og 2010. Sagði hann staðinn vera kynngimagnaðan.

„Það sem þú sérð er til dæmis par af gleiðum skóm. Sem bendir til þess að manneskja hafi farist á þeim stað,“ sagði Delgado.

Cameron ekki séð neitt í 30 ferðum

Árið 2004 var birt ljósmynd af stígvéli sem lá við hlið jakka. Ekkert lík var þar að finna. Að sögn Delgado ætti að meðhöndla þessar minjar eins og þetta væru í jarðneskar leifar þess sem gekk í þeim.

Sá sem oftast hefur farið niður að flakinu er kvikmyndaleikstjórinn James Cameron, í um 30 skipti. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Titanic en einnig hefur hann gert heimildarmyndir um könnunarleiðangra sína.

Cameron er með Titanic á heilanum og hefur farið 30 sinnum niður að flakinu. Mynd/Getty

„Við höfum aldrei séð neitt. Við höfum séð skó, við höfum séð skópör, sem gefa sterklega til kynna að þar hafi legið lík á einhverjum tímapunkti, en við höfum aldrei séð neinar mennskar leifar,“ sagði Cameron í viðtali við New York Times á sínum tíma.

Beinin tærast upp

Auk þess að vera leyst upp af einfrumungum þá eru ýmis dýr sem gætu hafa étið líkin. Meðal annars fiskar og rækjur. Þessi dýr tæta sig í gegnum flesta vefi líkamans en ekki bein. Bein tærast hins vegar upp í saltvatni.

Meinafræðingurinn John Cassella, við Sligo háskóla í Írlandi, útskýrði þetta.

„Bein er gert úr steinefni sem kallast hýdróoxípatít, sem er aðallega úr kalki og fosfór en einnig smærri sameindum. Vatnið hjálpar til við að leysa upp efnin í beininu og þeim viðkvæmu lífrænu próteinum sem líma beinið saman,“ sagði hann.

Cassella sagði að það væri hugsanlegt að enn þá séu einhver bein eftir í flakinu. En þau séu þá dreifð, tærð og erfitt að finna þau.

Það sama á við um skipið sjálft. Járnið í flakinu er að tærast hratt upp. Talið er að Titanic gæti verið horfið alfarið eftir um 40 ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Í gær

Ætlaði að refsa 11 ára drengjum fyrir snjóboltakast en endaði fyrir dómi

Ætlaði að refsa 11 ára drengjum fyrir snjóboltakast en endaði fyrir dómi