fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Nýsköpun og virðing fyrir náttúrunni í víngerðinni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. júlí 2022 09:00

Ingibjörg Lárusdóttir og maðurinn hennar Evangelos Kyrou létu draum sinn rætast og hafa nú byrjað að flytja inn hágæðavín frá Grikklandi. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Lárusdóttir og maðurinn hennar Evangelos Kyrou létu draum sinn rætast og hafa nú byrjað að flytja inn hágæðavín frá Grikklandi en Evangelos er Grikki. Ingibjörg bjó í Grikklandi á sínum uppvaxtarárum og hefur síðan þá dreymt um að byggja brú milli sinna uppáhalds landa, Íslands og Grikklands og það kom að því með ástinni. Hún hefur um árabil leitt íslenska ferðamenn um leyndardóma Grikklands auk þess að taka á móti grískum ferðamönnum hér á landi og kynnt þá fyrir landi og þjóð.

Brúin styrktist enn frekar þegar draumur um að flytja inn hágæða vín varð að veruleika. Áður höfðu þau flutt inn sælkera ólífuolíur og aðrar grískar sælkeravörur. Ingibjörg og Evangelos, hófu nýverið innflutning á grískum hágæða vínum frá einstökum vínekrum þar sem ástríðan og natni er í fyrirúmi. Vínið sem þau eru að flytja inn er frá vínhúsinu Domaine Costa Lazardi.

Margverðlaunuð vín

Domaine Costa Lazaridi var stofnað í núverandi mynd árið 1992 í Drama í Norður Grikklandi, þó svo að saga fyrirtækisins hefjist árið 1979. „Starfsemin hefur í gegnum árin þróast frá því að vera lítið fjölskyldufyrirtæki sem framleiddi lítið magn í það að vera einn verðlaunaðasti vínframleiðandi á Grikklandi á alþjóðavísu. Vörurúrval Domaine Costa Lazaridi er bæði margverðlaunuð vín, sterk vín og gæða balsamic edik,“ segir Ingibjörg.

Starfsemin hófst á 10 hektara vínekru, en í dag er hún orðin 300 hektarar með öllum bestu grísku vínviðstegundunum auk annarra alþjóðlegra vínviðs tegunda. Byggingar ekrunnar eru all um 16.000 fermetrar. Í þeim byggingum eru m.a. vínverksmiðja með hátæknibúnaði fyrir vínframleiðslu auk mismunandi rýma fyrir fyrirlestra og ráðstefnur.

„Til þess að halda velli í hraðri alþjóðlegri samkeppni var frá fyrsta degi lögð mikil áhersla á útflutning. Í fyrstu var einblínt á Þýskaland, en í dag eru vörur okkar fáanlegar einnig m.a. á Íslandi, í Bandaríkjunum, Sviss, Kanada, Kína, Englandi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð, Brasilíu,“ segja þau Ingibjörg og Evangelos og eru afar stolt að hafa náð til þeirra.

Aðspurð segja þau að Oenotria Land Costa Lazaridi, sem er hin starfsstöð vínframleiðandans, er staðsett í Kapandriti í Attica héraði sem er í um það bil hálftíma akstri frá Aþenu. Þeim sem þangað koma stendur til boða að skoða eina vínsafnið í Grikklandi og vínkjallara þar sem boðið er upp á vínsmökkun á margverðlaunuðum vínum. „Auk vínframleiðslunnar býður Oenotria Land upp á veisluþjónustu og tekur að sér skipulagningar á ýmsum viðburðum og ráðstefnum fyrir allt að 1.800 gesti. Matreiðsla á heimsmælikvarða og viðburðastjórnun er nýr vettvangur hjá Domaine Costa Lazaridi og er boðið upp á þá þjónustu í vel útbúnum svæðum bæði innan- sem utandyra,“ segir Evangelos og er alveg heilluð af metnaðinum sem þarna er til staðar.

Fáguð vínmenning með sögu

Sagan hefst árið 1979, þegar Costa Lazaridis, sem hafði kynnst fágaðri vínmenningu á ferðum sínum til Þýskalands þar sem fjölskyldan var í viðskiptum með marmara, ákvað að hefja vínframleiðslu á landi sínu í nágrenni Drama í Norður Grikklandi. Domaine Costa Lazaridi er fjölskyldufyrirtæki og árið 1986 byggðu þau fyrstu nútímalegu vínframleiðsluverksmiðjuna í héraðinu til að framleiða vín úr vínberjum sem landið þeirra gaf. „Sú verksmiðja er ekki starfrækt lengur en til stendur að breyta henni í safn þar sem í heiðri verður höfð saga fjölskyldunnar,“ segir Ingibjörg og er heilluð af natnin og ástríðu fjölskyldunnar á vínekrunni. Ef vínið er gott fylgir því ætíð góð saga. „Nýsköpun og virðing fyrir náttúrunni hafa verið einkunnarorð og gildi Domaine Costa Lazaridi frá upphafi. Áhersla er lögð á hringrás lífsins með endurvinnslu og endurnýtingu hráefna og er tæknin nýtt til þess að fullkomna það ferli,“ segir Ingibjörg sem hefur upplifað þetta af eigin skini eftir að hafa kynnst starfseminni og fjölskyldunni.

Framtíðarsýnin í hnotskurn

Allt frá því á áttunda áratugnum hefur Costa Lazaridi trúað því að landið hans geti framleitt hágæða vín sem er samkeppnishæft á heimsvísu og koma þannig Drama á kort vínáhugamanna. „Sú framtíðarsýn hefur haldist alla tíð síðan og eflist sú sýn ár frá ári með endurgjöf frá þeirra sérfræðingum og viðskiptavinum. Næsta kynslóð Lazaridi fjölskyldunnar tekur virkan þátt í stjórnun fyrirtækisins. George og Gerasimos, tvíburabræður þeirra Costas og Julíu, sem ólustu upp á vínekru og í vínverksmiðjunni halda til framtíðar heiðri fjölskyldunnar á lofti. George lærði vínframleiðrlu í Montpellier í Frakklandi og Gerasimos menntaði sig á sviði stjórnunar og er með MBA frá City University í London.“

Velgengni framleiðslunnar

Auk vínekrunnar í Drama héraðinu í norður Grikklandi rekur Domaine Costa Lazaridi um 20 hektara vínekru í Kapandriti í Attica héraði rétt norðan við Aþenu. „Árið 2000 þegar framleiðsla hófst þar fór Domaine Costa Lazaridi á markað í kauphöll Aþenu. Domaine Costa Lazaridi var verðlaunað á „International Wine Awards Mundus Vini 2022“ sem besti vínframleiðandi á Grikklandi. Þá hlaut Domaine Costa Lazaridi hvítvínið Malagousia nafnbótina besta hvítvín frá Grikklandi. Fleiri vín frá Domaine Costa Lazaridi hafa sópað að sér verðlaunum og ber þá helst að nefna td. Chateau Julia bæði Chardonnay hvítvínið og Merlot rauðvínið, auk Amethystos Cava sem framleitt er úr 100% Cabarnet Frank og Oenotria Land Agiorgitiko Syrah,“ segir Evangelos. Árið 2011 opnaði Costa Lazaridi vínsafnið í Oenotria Land, þar sem gestum gefst tækifæri á því að kynnast sögu vínmenningar á Grikklandi auk þess sem boðið er upp á vínkynningar.

Ingibjörg og Evangelos buðu upp á glæsilega vínkynningu þar sem framkvæmdastjóri útflutnings hjá Domaine Costa Lazaridi, Andreas Otapasidis, kynnti vínekruna, vínframleiðsluna og sögu þeirra, en vínhúsið starfrækir meðal annars eina vínsafnið í Grikklandi. Kynningin fór fram á veitingastaðnum Brút í Reykjavík þar sem mikið var um dýrðir og vínið var parað með sælkeraréttum með glæsilegri útkomu enda framúrskarandi metnaður lagður í alla matargerð og vínpörun. Boðið var upp á létt og þurrt rósavín í fordrykk og síðan var boðið upp á 4ja rétta sælkeramatseðil með vínpörun sem slóg í gegn. Myndirnar tala sínu máli.

Andreas Otapasidis framkvæmdastjóri útflutnings hjá Domaine Costa Lazaridi,og Evangelos Kyrou. Myndir/Nikolaos.

Réttirnir á Brút voru glæsilegir og matar- og vínpörun var fullkomin þar sem brögðin fengu að njóta sín alla leið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa