fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024
Pressan

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Pressan
Sunnudaginn 28. apríl 2024 16:00

Xi Jinping, forseti Kína., og undirsátar hans virðast vera með óhreint mjöl í pokahorninu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. febrúar síðastliðinn birtist færsla um slæmt efnahagsástand í Bandaríkjunum á Facebooksíðunni „The War for Somethings“. Í færslunni var vísað í grein um gríðarlegar skuldir landsins og að það geti endað í efnahagslegum óstöðugleika af áður óþekktu umfangi.

En þetta var ekki það sem var grunsamlegast. Það grunsamlegasta við færsluna var aðilinn sem blandaði sér skyndilega í umræðuna um peningavandræði Bandaríkjamanna.

Þessi aðili heitir Karine Kimble en rannsókn Jótlandspóstsins á fyrrgreindri Facebooksíðu, sem hefur verið sögð fullkomið dæmi um aðgerðir kínverskra stjórnvalda á Internetinu, leiddi í ljós að þessi prófíll er líklega falskur.

Um leynilega herferð er að ræða en hægt er að rekja hana beint til fjölda falskra kínverskra prófíla. Herferðin nefnist „spamouflage“ og í október beindist hún að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fleiri kanadískum stjórnmálamönnum að sögn Reuters.

Í nóvember skýrði CNN frá því að fjöldi Bandaríkjamanna hefði orðið fyrir barðinu á umfangsmikilli falsupplýsingaherferð Kínverja en með henni var reynt að skapa ótta og taugaveiklun meðal þeirra sem teljast andstæðingar Kína í Bandaríkjunum.

Rússar gerðu svipaða hluti þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð sem hæst 2016. Þá var markmiðið að dreifa lygasögum til að skapa klofning í bandarísku samfélagi. Þetta eru Kínverjar að gera núna að sögn Elise Thomas, aðalgreinanda hjá Institute for Strategic Dialogue. New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir Thomas að hún hafi aldrei áður séð neitt þessu líkt.

Tölvuöryggissérfræðingar komust fyrst á snoðir um hina leynilegu „spamouflageprogram, áætlun í þingkosningunum í Bandaríkjunum 2022. Tölvuöryggisfyrirtækið Mandiant segir að þá hafi Kínverjar reynt að valda óeiningu og klofningi í Bandaríkjunum með áætluninni „Dragonbridge“. En þetta var svo illa útfært hjá þeim að fáir féllu fyrir þessu. Max Lesser, tölvusérfræðingur, segir í skýrslu um „spamouflage“ að Kínverjar hafi lært af reynslunni og hann varar við aðgerðum þeirra og segir að þær séu orðnar svo umfangsmiklar að bandarísk yfirvöld ættu að stöðva þessar aðgerðir þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Farþegi í leigubíl stal honum og lést síðan í árekstri

Farþegi í leigubíl stal honum og lést síðan í árekstri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“