fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Matur

Íslenskur matarmarkaður út vikuna í Hagkaup

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 16. maí 2022 09:24

Þessa dagana stendur Hagkaup fyrir sérstökum matvörumarkaði sem hófst í gær til að auka sýnileika íslenskrar smáframleiðslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Á Íslandi er ótrúleg gróska meðal smáframleiðenda sem hafa þróað nýjar vörur á matvörumarkað en á sama tíma er mun erfiðara að koma henni á markað. Fæstir smáframleiðendur hafa fjárhagslega burði til þess að standa í kostnaðarsamri markaðsstarfsemi og fá hillupláss í verslunum sem hart er barist um.  Matvöruverslanir hér á landi hafa þó verið iðnar á þessum vettvangi og gert smáframleiðendum hátt undir höfði með því að kynna vörur þeirra á einn eða annan hátt. Þessa dagana stendur Hagkaup fyrir sérstökum matvörumarkaði sem hófst í gær til að auka sýnileika íslenskrar smáframleiðslu undir yfirskriftinni „Matarmarkaður íslenskra smáframleiðenda“ dagana 12-22 maí.

Hagkaup hefur í gegnum árin unnið markvisst að því að auka samstarfið með íslenskum frumkvöðlum sem eru að taka sín fyrstu skref á innlendum matvælamarkaði. Margir þessara frumkvöðla hafa náð góðum árangri og eru í dag með vel þekktar vörur á markaði sem er einkar ánægjulegt.

“Við leggjum mikla áherslu á að reyna að virkja og auka innlenda framleiðslu og er matarmarkaðurinn liður í því. Það er einstaklega ánægjulegt hversu vel framleiðendur hafa tekið í hugmyndina, en þeir verða um 30 talsins á markaðnum. Úrvalið verður ekki bara viðamikið heldur líka fjölbreytt, en þar má til dæmis finna íslenskar pylsur, vorrúllur, geitarosta, brjóstsykur, sterkar sósur, te, bakkelsi, vítamín, ís, sinnep súkkulaði, pestó, marmelaði og svona mætti lengi telja. Það er kraftur í íslenskum matvælafrumkvöðlum og við hvetjum viðskiptavini til að kynnar sér þessar flottu innlendu vörur” segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

Matarmarkaður íslenskra smáframleiðenda er haldinn í Hagkaup Skeifu, Kringlu, Akureyri, Smáralind og Garðabæ frá 12. – 22. maí.

Hægt er að sjá nánar upplýsingar á heimasíðu Hagkaups.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum