fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Snickerstertan hennar Maríu sem enginn getur staðist: „Bráðnar í munni…umm namm“

DV Matur
Fimmtudaginn 24. október 2019 16:00

María og kakan góða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarbloggarinn María Gomez heldur úti bloggsíðunni paz.is þar sem hún birtir alls kyns girnilegar uppskriftir. Matarvefurinn fékk leyfi til að endurbirta nýja uppskrift frá Maríu og sú er alls ekki af verri endanum – dásamlega góð Snickersterta. Hægt er að fylgja Maríu á Instagram með því að smella hér. Við gefum Maríu orðið:

„Þegar við Gabríela vorum bara tvær fórum við oft í bakarí í Hafnarfirði sem hét Fjarðarbakarí. Þar fengum við okkur alltaf svo ofboðslega góða snickerstertusneið. Bakaríið var lagt niður því miður og tertan féll í gleymskunnar dá, þar til síðustu helgi að Gabríelan mín byrjaði að kreiva þessa blessuðu köku úr fortíðinni. Enda ekki skrítið, hvernig er hægt að gleyma svona tertu endanlega ? Jú nú voru góð ráð dýr og ákvað ég því bara að enduskapa þessa góðu tertu og baka hana sjálf. Ég gerði tvær tertur, á sinnhvorn mátann, til að meta hvor væri betri og gefa ykkur svo uppkskrift af þeirri sem fékk vinninginn. Þessi vann með yfirburðum eða 3-1. Mjúkur svampbotn, sætur rjómi með súkkulaðibitum og sölt karamella með salthnetum ofan á, sem lekur til hliðana og bráðnar í munni….umm namm….getur ekki klikkað.“

María Gomez er einstaklega lunkin í eldhúsinu.

Í þessa dásamlega góðu Snickerstertu þarf

Svampbotn:

2 egg
90 gr sykur (30 gr og 60 gr)
4 msk mjólk
20 gr ósaltað smjör
1 tsk lyftiduft
65 gr hveiti
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
1/4 tsk cream of tartar

Aðferð:

1. Hitið saman í potti smjör, mjólk og 30 gr af sykrinum þar til sykurinn er alveg bráðnaður
2. Aðskiljið næst hvítur og rauður og setjið til hliðar meðan blandan rétt kólnar
3. Setjið næst blönduna í skál og bætið við einni eggjarauðu í einu og hrærið í fimm sekúndur. Hér er alveg nóg að hræra deigið saman með písk, þarf ekki handþeytara né hrærivél
4. Sigtið svo út í skálina hveiti, lyftidufti og cream of tartar og setjið salt út í og hrærið saman með písk
5. Leggið til hliðar og stífþeytið eggjahvíturnar, vanilludropa og 60 gr af sykrinum þar til orðið alveg stíft
6. Þá er eggjahvítunum bætt út í deigið ofurvarlega með sleikju þar til allt er vel blandað saman
7. Setjið í 26 cm form og bakið í 20-25 mínútur við 185 C°blástur
8. Kælið alveg áður en sett er á botninn

Þvílíkt lostæti.

Rjómalag á milli:

4,5 dl rjómi þeyttur (eða restin af 500 ml fernu þegar búið er að taka af fyrir karamelluni)
1/2 tsk cream of tartar
50 gr flórsykur
Dökkir súkkulaðidropar skornir smátt 1/2- 1 dl (magn eftir smekk)

Aðferð:

1. Hellið rjóma í hrærivélarskál og setjið flórsykur og cream of tartar út í
2. Þeytið þar til rjóminn er vel stífur
3. Skerið súkkulaðidropana örlítið smærri ef þeir eru stórir en ef þið finnið litla sleppið því þá
4. Hrærið súkkulaðidropunum varlega við rjómann með sleikju eða sleif

Karamella ofan á:

300 gr eða tveir pakkar af Walkers salted caramel toffees (fást í Bónus)
1/2 dl rjómi og 1/2 dl nýmjólk
1 tsk gróft salt (verður að vera gróft)
2 dl salthnetur

Aðferð:

1. Setjið róma, mjólk og karamellur saman í pott við miðlungshita og bræðið saman
2. Passið vel að brenna ekki og verið dugleg að hræra reglulega í meðan bráðnar saman
3. Þegar allt er vel brætt saman, takið þá af helluni og setjið eitt lag af karamellu yfir svampbotnin, bara þunnt til að bleyta hann aðeins
4. Bætið svo salthnetunum út í restina af karamelluni í pottinum
5. Látið kólna þannig mesti hitinn er farinn úr en má ekki vera orðin alveg stíf, svo hægt verði að dreyfa henni yfir rjómann

Þvílík fegurð.

Samsetning

1. Þegar þið eruð búin að dreyfa karamellu yfir botninn setjið þá þeytta rjómann á hann. Það má líka setja safa úr perudós ef þið viljið, áður en karamelluni var dreyft á hann, til að bleyta svampinn aðeins en þarf ekki
2. Gott er að setja botninn í ísskap með rjómanum á meðan verið er að gera karamelluna ofan á svo hann sé orðinn kaldur og stífur
3. Þegar karamellan hefur kólnað þannig að mesti hitinn er farin úr en samt enn fljótandi þá skuluð þið dreifa henni vel yfir rjómann og passa ykkur að setja kökuna svo beint í kalda hillu í kælinum því rjóminn gæti aðeins bráðnað
4. Tertan er langbest þegar hún er aðeins búin að fá að vera samsett í nokkrar klst og jafnvel enn betri daginn eftir

Við fáum vatn í munninn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa