fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Matur

Léttist um 45 kíló á ketó og borðar enn súkkulaðiköku – Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 19:00

Frábær árangur hjá Emily.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrjaði að þyngjast í kringum 11 eða 12 ára aldurinn. Ég var lögð í einelti sem varð til þess að ég gróf tilfinningar mínar dýpra með mat,“ segir Emily Shiffer, oft kölluð Lele. Hún segir söguna af sinni reynslu af ketó-mataræðinu á vef Women‘s Health.

Emily segist hafa hafa prófað nánast hvaða kúra sem er til að léttast, en árið 2006 var hún greind með áunna sykursýki. Þá setti læknirinn hennar hana á mataræði sem fólst í því að borða minni fitu og meira af ávöxtum og grænmeti.

View this post on Instagram

#facetoface First one of the year ♥️ I love looking back at my before photos. I love this before pic because I was so happy that day. Even though I was much bigger, I was still happy (but I knew I needed to do something about my weight). Sometimes it stings a bit because I spent most of my years that way. But it’s a good way to remind myself why I started this journey in the first place. ♥️ • • • • • #facetofacefriday #keto #ketogenic #ketogenicdiet #lowcarb #plussize #lchf #fitfam #weightloss #weightlossjourney #transformation #weightlossmotivation #inspiration #losingweight #ketosis #beforeandafterweightloss #flashback #believeinyourself #facetoface #bodytransformation #nsv #goals #extremeweightloss #selfie #weightlosstransformation #flashbackfriday #progress #beforeandafter #progressnotperfection #ketodiet

A post shared by Lele • blogger @ www.ketofy.me (@ketofy.me) on

„Ég léttist um 27 kíló en síðan bætti ég því öllu á mig aftur,“ segir Emily. Hún eignaðist son árið 2012 og segir hann hafa hvatt sig til að losa sig við aukakílóin og koma sér í heilbrigðara form.

„Fyrstu tvö eða þrjú ár lífs hans var ég enn að grafa tilfinningar mínar með mat – streitan sem fylgdi því að vera mamma, vera í nýrri vinnu og borga reikninga var nóg fyrir mig til að oféta,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið nóg stuttu fyrir þriggja ára afmæli sonarins.

„Mér fannst ég vera að drepa sjálfa mig og mig langaði að vera heilbrigð fyrir son minn.“

Lyfjalaus í dag

Emily fann ketó-mataræðið árið 2015 og ákvað að prófa.

„Það var mjög erfitt fyrst, sérstaklega út af því að ég hafði verið að borða litla fitu. Maður veit í raun ekki hve mikla fitu maður þarf á ketó-mataræðinu fyrr en maður prófar það. Það er erfitt í fyrstu. Árið 2015 voru heldur ekki til jafn margar ketó-lausnir og eru til í dag. Auk þess var læknirinn minn ekki hrifinn af því að ég prófaði ketó-mataræðið, en samþykkt samt að fylgjast með ferlinu mínu,“ segir hún.

View this post on Instagram

DON’T👏GIVE👏UP👏 I’ve had so many fails throughout my journey, but I still get back up and do it again. I don’t ever want to get to that point where I want to quit completely and throw away all my hard work. Gaining all this weight never happened overnight. It took years of damage to myself and I know that losing weight won’t happen overnight either. It takes small steps of making the right decisions when it comes to food (for me anyway). I want to be 1% BETTER TODAY than yesterday. Just as long as I’ve improved the next day, that’s good enough for me. No big steps, just small steps. And I know eventually that will add up. ♥️ • • • • • #keto #ketogenic #ketogenicdiet #lowcarb #plussize #lchf #fitfam #weightloss #weightlossjourney #transformation #weightlossmotivation #inspiration #losingweight #ketosis #beforeandafterweightloss #believeinyourself #curvy #bodytransformation #tbt #body #curves #extremeweightloss #weightlosstransformation #throwbackthursday #selfie #motivation #progress #beforeandafter #progressnotperfection #ketodiet

A post shared by Lele • blogger @ www.ketofy.me (@ketofy.me) on

Eftir aðeins sex mánuði á mataræðinu gat hún sleppt því að fá insúlín í æð og er ekki á neinum lyfjum í dag til að hafa stjórn á sykursýkinni. Emily segist reyna að borða mikið af hollri fitu, eins og lax, lárperur og hnetur, en leyfir sér einnig ketóvæn sætindi. Hún fær sér til dæmis iðulega súkkulaðiköku í eftirrétt á kvöldin.

Á þessum þremur árum hefur Emily misst tæp 45 kíló og hreyfir sig reglulega. Hún segist vilja léttast um tæp þrjátíu kíló í viðbót og telur að hún nái því markmiði á þessu ári. Hún segir mikilvægt að fólk hafi góðar ástæður fyrir því að breyta um lífsstíl.

„Það er mikilvægt að minna sig á af hverju maður ákveður að léttast. Ég vildi verða heilbrigð og orkumikil fyrir sex ára orkubúntið mitt – mig langar að vera til staðar fyrir hann eins lengi og ég get,“ segir hún, en hér fyrir neðan er uppskrift að súkkulaðikökunni sem Emily elskar.

Ketó-súkkulaðikaka

Kaka – Hráefni:

1½ bolli sýrður rjómi
1 bolli möndlumjöl
¾ bolli Monkfruit sætuefni
¾ bolli kakó
115 g smjör, mjúkt
1½ tsk. lyftiduft
1–2 msk. vanilludropar
2 egg við stofuhita
2 msk. instant kaffi
½ tsk. salt

Krem – Hráefni:

225 g rjómaostur, mjúkur
1½ bolli Monkfruit sætuefni
2 msk. rjómi

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Blandið smjöri, vanilludropum og sætuefni vel saman þar til blandan er silkimjúk. Blandið eggjunum saman við, einu í einu. Bætið sýrða rjómanum út í og hrærið þar til blandan er kekkjalaus. Blandið möndlumjöli, kakói, instant kaffi, salti og lyftidufti saman í annarri skál. Bætið þurrefnunum varlega saman við smjörblönduna. Hellið blöndunni í smurt form, sem er sirka tuttugu sentímetra stórt, og bakið í 25 til 35 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en kremið er sett á. Blandið öllum hráefnum í kremið vel saman þar til blandan er kekkjalaust. Skreytið kökuna og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð

Fæðutegundir fyrir fullkomna húð
Matur
Fyrir 3 dögum

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“

Fólk játar sína verstu matarskömm: „Það sorglegasta sem ég hef nokkurn tíma gert“ – „Ég fann æðarnar stíflast“
Matur
Fyrir 6 dögum

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp

11 matartegundir sem á ekki að geyma í ísskáp
Matur
Fyrir 6 dögum

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur

Hvenær er maturinn raunverulega útrunninn? Átta gullnar reglur
Matur
Fyrir 1 viku

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s

Hún er í besta starfi í heimi – Hún fær borgað fyrir að borða á McDonald’s
Matur
Fyrir 1 viku

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr

Sniðuga eldhúsbrellan sem við vildum að við hefðum vitað fyrr