fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Vikumatseðill fyrir þá sem nenna ekki að elda

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 18. mars 2019 13:00

Þessir litir koma manni í gott skap.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ofboðslega leiðinlegt að þurfa stanslaust að fá hugmyndir að kvöldmat þegar maður hefur takmarkaðan áhuga á því að vera í eldhúsinu. Í matseðli vikunnar að þessu sinni eiga allar uppskriftirnar það sameiginlegt að vera fljótlegar og einfaldar þannig að þeir sem nenna ekki að elda geta meira að segja spreytt sig á þeim.

Mánudagur – Bragðsterkur lax

Uppskrift af Bites of Wellness

Hráefni:

Litlar kartöflur, skornar í helminga (eða blómkál fyrir lágkolvetna útgáfu)
Cajun krydd
Lárperuolía (eða ólífuolía)
Lax
Salt
Grænar baunir (eða uppáhalds grænmetið þitt)
Súraldin

Aðferð:

Hitið ofninn í 230°C. Takið til ofnplötu og setjið smjörpappír á hana. Setjið kartöflurnar í skál og hellið olíu, cajun kryddi og salti á þær og blandið vel saman. Raðið á ofnplötuna og bakið í ofni í 15 mínútur. Takið plötuna úr ofninum. Setjið grænu baunirnar ofan á kartöflurnar. Setjið laxinn ofan á grænubaunirnar og kryddið með salti og cajun kryddi. Bakið í 12 mínútur. Kreistið súraldinsafa yfir herlegheitin og berið fram.

Bragðsterkur lax.

Þriðjudagur – Eggjakaka með snakki

Uppskrift af Delish

Hráefni:

8 stór egg
3 bollar kartöfluflögur
¼ bolli fersk steinselja, söxuð
¼ tsk. salt
2 msk. olía
1 lítill laukur
¼ tsk. reykt paprikukrydd
Klettasalat
Brauð

Aðferð:

Þeytið eggin þar til þau freyða. Myljið flögurnar og blandið við eggin, sem og steinselju og salti. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Saxið laukinn og eldið hann í um átta mínútur. Bætið eggjablöndunni út í og hrærið aðeins um þar til toppurinn er eldaður. Setjið stóran disk yfir og snúið eggjakökunni varlega. Setjið hana varlega aftur í pönnuna og eldið í 5 mínútur til viðbótar. Stráið reyktu paprikukryddi yfir kökuna og berið fram með klettasalati og brauð, eða hverju sem er.

Eggjakaka.

Miðvikudagur – Spínat- og ætiþistla lasagna

Uppskrift af Delish

Hráefni:

450 g lasagna plötur
3 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 msk. hveiti
3 bollar mjólk
Salt og pipar
1 bolli parmesan ostur, rifinn
2 bollar rifinn kjúklingur (eldaður)
225 g spínat
425 g ætiþistlar, saxaðir
425 g ricotta ostur (eða kotasæla)
4 bollar rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Eldið lasagna plöturnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatni af og setjið á plötu til að leyfa þeim að kólna. Bræðið smjör í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið hvítlauk út í og eldið í eina mínútu. Bætið hveiti saman við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Hellið mjólk saman við og kryddið með salti og pipar. Náið upp suðu og látið sósuna þykkna í um 2 til 4 mínútur. Bætið parmesan út í og hrærið í stutta stund, bætið síðan kjúklingi, spínati og ætiþistlum saman við. Setjið lasagna saman með því að setja þunnt lag af kjúklingablöndunni í botninn á stóru, eldföstu móti. Toppið með lasagna plötum og síðan lagi af ricotta osti. Endurtakið og skreytið síðan með rifna ostinum. Setjið álpappír yfir og bakið í 35 mínútur. Takið álpappír af og bakið í 10 mínútur til viðbótar. Látið kólna í korter og berið fram.

Spínat- og ætiþistla lasagna.

Fimmtudagur – Vel krydduð gulrótarsúpa

Uppskrift af Coley Cooks

Hráefni:

900 g gulrætur, skornar í bita
¼ bolli ljós púðursykur
2 rauðir chili pipar, fræ tekin úr
6 msk. smjör eða smjörlíki
6 bollar vatn
1 msk. salt
¼ bolli sesamfræ
Jógúrt eða vegna jógúrt
Kóríander, til að skreyta með (má sleppa)

Aðferð:

Setjið gulrætur, púðursykur, chili, salt, smjör og vatn í meðalstóran pott yfir meðalhita. Setjið lok yfir og náið upp suðu. Látið malla þar til gulræturnar eru mjúkar, eða í um 10 til 15 mínútur. Maukið í blandara eða með töfrasprota. Smakkið til og kryddið eftir þörfum. Setjið sesamfræin í þurra pönnu og ristið í 1 til 2 mínútur. Setjið í skál til að kólna. Setjið súpuna í skálar og skreytið með sesamfræjum, jógúrti og kóríander. Berið fram strax.

Gulrótarsúpa.

Föstudagur – Kjúklinga- og kartöflupottréttur

Uppskrift af Averie Cooks

Hráefni:

3 msk. olía að eigin vali
1 laukur, smátt skorinn
450 g kjúklingabringur, skornar í bita
3–5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2–3 tsk. þurrkað engifer
2 tsk. þurrkað kóríander
1 stór sæt kartafla, hýðið tekið af og skorin í bita
1 dós kókosmjólk
¼ bolli rautt „Thai curry paste“
2 tsk. salt
1 tsk. pipar
1–2 tsk. súraldinbörkur, rifinn
1–2 tsk. súraldinsafi, nýkreistur
2–4 msk. ferskt kóríander, saxað
2–4 msk. púðursykur

Aðferð:

Hitið olíuna í stórri pönnu og steikið lauk yfir meðalhita í um 5 mínútur. Bætið kjúklingi saman við og eldið í 2 mínútur. Bæið hvítlauk, engiferi og þurrkuðu kóríander saman við og eldið í mínútu til viðbótar. Hrærið vel í blöndunni. Bætið kartöflu, kókosmjólk, Thai „curry paste“, salti og pipar saman við og hrærið vel. Lækkið hitann, setjið lok yfir og látið blönduna malla í 5 mínútur. Takið lokið af og látið malla í 5 mínútur til viðbótar, eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar. Bætið súraldinberki, súraldinsafa og kóríander saman við og hrærið vel. Bætið púðursykri saman við og hrærið. Berið strax fram, jafnvel með hrísgrjónum.

Kjúklinga- og kartöflupottréttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa