fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Einar Stef ráðinn markaðsstjóri Blikk

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 10:14

Einar Stef Mynd: Anna Maggý

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Hrafn Stefánsson hefur verið ráðinn til nýsköpunar- og fjártæknifyrirtækisins Blikk í starf markaðsstjóra.

Einar hefur víðtæka reynslu úr markaðsgeiranum, eins og kemur fram í tilkynningu. Hann starfaði áður hjá Píeta samtökunum, Íslenska dansflokknum og Ölgerðinni. Einnig hefur hann starfað sem stundakennari í markaðssetningu og kynningarmálum við Háskólann á Bifröst.

Einar er hvað þekktastur fyrir störf sín í tónlist meðal annars í hljómsveitunum Vök og Hatara. Síðustu misseri hefur hann starfað náið með palestínska tónlistarmanninum Bashar Murad. Haustið 2019 fékk hann viðurkenningu frá JCI Ísland fyrir framlag sitt til menningarstarfsemi sem einn af „framúrskarandi ungum Íslendingum“.

Hin byltingakennda greiðslulausn Blikk byggir á bankamillifærslum í stað kortafærslna, svo kölluð reikning-í-reikning greiðslulausn. Með Blikk verða allir milliliðir óþarfir þar sem greiðslur og uppgjör á eru í rauntíma og því mun skilvirkari, ódýrari og einfaldari lausn (jafnframt því að vera traust og áreiðanleg).

Með Blikk er hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu á staðnum, í netverslun, smáforriti verslana auk þess að greiða áskriftir og reikninga á mun hagstæðari hátt en í hefðbundnum korta-og bankaviðskiptum.

Greiðslulausn Blikk hefur verið ýtt úr vör og er til notkunar hjá Acro verðbréfum og Domino’s.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð

Viðskiptaráð vill veðmálin heim og segir til mikils að vinna fyrir ríkissjóð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn

Hilmar B. Jóns­son mat­reiðslu­meistari látinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekkert bólar enn á ástsælli veggmynd – „Í svona sögufrægum húsum vill maður bara vanda sig og gera hlutina vel“

Ekkert bólar enn á ástsælli veggmynd – „Í svona sögufrægum húsum vill maður bara vanda sig og gera hlutina vel“
Fréttir
Í gær

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“
Fréttir
Í gær

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði

Alvarleg vanskil aukist verulega – Vekur athygli í ljósi þess sem Ásgeir sagði