fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fyrrum yfirmaður í rússnesku leyniþjónustunni sparar ekki stóru orðin – „Fiskahöfuðið er algjörlega úldið“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. desember 2022 06:54

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Pútín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem Igor Girkin, sem er fyrrum yfirmaður í rússnesku leyniþjónustunni FSB, segir þá eru yfirmenn hersins mjög óánægðir með Vladímír Pútín, forseta, og yfirmenn hersins. Hann segir að þeir telji að hernaðurinn í Úkraínu sé ekki háður af nægilegum krafti og að Rússar hafi goldið takmarkaðan árangur í austurhluta landsins dýru verði.

Þetta kemur fram í 90 mínútna myndbandi þar sem hann lætur móðan mása. Sky News skýrir frá þessu.

Þegar kemur að því að lýsa yfirstjórn hersins segir Girkin: „Fiskhöuðið er algjörlega úldið.“ Þetta er orðalag sem er dregið af rússnesku orðatiltæki sem segir að „fiskurinn rotni frá höfðinu og niður“ og þýðir einfaldlega að upplausn samfélagsins hefjist hjá leiðtogunum.

Girkin segir að þörf sé á miklum breytingum hjá rússneska hernum og að fleira hæft fólk þurfi til starfa hjá honum.

Girkin er ekki bara einhver Girkin úti í bæ því hann gegndi mikilvægu hlutverki þegar Rússar hertóku Krím 2014 og innlimuðu í Rússland og við skipulagningu hersveita úkraínskra aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu.

Hann er grjótharður þjóðernissinni og hefur verið mjög gagnrýninn á yfirstjórn hersins, þar á meðal á hendur Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra.

Hollensk yfirvöld hafa gefið út handtökuskipun á hendur honum en hann er sakaður um að vera einn af þeim sem skutu flugvél frá Malaysia Airlines niður yfir Úkraínu 2014. Hann er því grunaður um stríðsglæpi. Hann hefur vísað því á bug að það hafi verið úkraínskir aðskilnaðarsinnar sem skutu vélina niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“