fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
FréttirPressan

Fjögurra ára drengur stal bíl móður sinnar og skemmdi tvo kyrrstæða bíl – Flúði af vettvangi á náttfötunum

pressan
Mánudaginn 2. maí 2022 12:30

Drengurinn í góðu yfirlæti á lögreglustöð í Utrecht

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra ára gamall drengur í Utrecht í Hollandi olli usla um helgina þegar hann tók bíl móður sinnar traustataki og skellti sér í bíltúr. Í frétt BBC um málið kemur fram að drengurinn hafi vaknað á laugardagsmorgni við að faðir hans var að fara til vinnu. Þá hafi hann fundið lykla af bíl móður sinnar og ákveðið að fara í ferðalag.

Fram kemur að drengurinn hafi keyrt stuttan spöl og síðan klesst utan í tvo kyrrstæða bíla. Hann hafi síðan yfirgefið vettvang slyssins í náttfötunum og berfættur. Vegfarendur sem sáu drenginn á röltinu í kuldanum hringdu í kjölfarið í lögregluna.

Ekki var strax ljóst að sá stutti hefði borið ábyrgð á árekstrunum. Um svipað leyti hafði verið tilkynnt um yfirgefinn bíl sem hafði lent í hnjaski. Lögreglu fór að gruna drenginn, sem lét fara vel um sig á lögreglustöðinni með rjúkandi heitt kakó, um græsku þegar þeir náðu sambandi við móður hans og sá stutti byrjaði að líkja eftir bílhljóði og þóttist vera að snúa stýri í símtalinu.

Málið leystist hratt og vel í kjölfarið og voru foreldrar drengsins hvattir til þess að fela bíllyklana fyrir hinum „nýja Max Verstappen“ eins og lögreglan kallaði bílstjórann unga í færslu á Instagra um málið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum