fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Uggandi yfir endurkomu Sólveigar Önnu – „Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er al­gjör­lega leik­rit sem hún set­ur upp sjálf“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur gefið kost á sér að nýju til að leiða verkalýðsbaráttu Eflingar sem formaður, en hún sagði af sér í lok október á síðasta ári og sækist nú eftir endurnýjuðu umboði.

Meirihluti starfsfólks skrifstofu Eflingar er nú sagt óttaslegið um hvað möguleg endurkoma Sólveigar þýði fyrir störf þeirra.

Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar, steig fram í viðtali við mbl.is í gærkvöldi þar sem hún fór yfir stöðuna.

„Ætlar hún að biðja starfs­fólkið af­sök­un­ar ef hún kem­ur aft­ur? Hvernig ætl­ar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfs­fólkið af­sök­un­ar á hegðun sinni af því þetta end­ur­spegl­ar ekki það sem hún ætl­ast til af fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um úti í bæ“

Skotleyfi á starfsfólk

Ragnheiður segir að starfsfólk hafi átt erfitt með að sitja undir ummælum sem Sólveig Anna hafi undanfarna mánuði látið falla í viðtölum og á samfélagsmiðlum um störf þeirra.

„Hún ýjar að því í kommentum og í statusum á sín­um miðlum að starfs­fólkið sé bara ein­hverj­ir ónytj­ung­ar. Að við séum bara áskrif­end­ur að laun­un­um okk­ar og séum ekki að vinna vinn­una okk­ar, skilj­um ekki bar­átt­una og séum bara til óþurft­ar.“

Sjá einnig: Sólveig Anna lætur starfsfólk á skrifstofu Eflingar heyra það – Segist aldrei hafa fengið vinnufriðinn sem hún átti rétt á

Starfsfólk hafi ekki getað borið hendur fyrir höfuð sér eða komið sinni hlið á framfæri. Búið sé að æsa félagsmenn og aðra upp í athugasemdakerfum til að tala illa um þau og Sólveig Anna hafi búið til óvild í þeirra garð.

„Hún er búin að gefa al­gjört skot­leyfi á okk­ur. Það er al­gjör­lega óviðeig­andi og skap­ar van­traust á milli fé­lags­manna og starfs­fólks.“

Sú atburðarás sem hafi farið af stað í lok október hafi verið þvert á vilja starfsfólksins sem hafi aðeins verið að leitast eftir úrbótum og hafi hvorki viljað að málið færi í fjölmiðla né að Sólveig Anna segði af sér.

Neituðu að veita starfsfólki áheyrn

Aðdragandinn hafi verið sá að starfsfólk hafi upplifað óöruggi og vanlíðan vegna mikillar starfsmannaveltu, en 40 prósentum starfsmanna hafi annað hvort verið sagt upp eða þeir hætt sjálfir. Starfsfólk hafi upplifað uppsagnir sem fyrirvaralausar og óttast að tjá sig til að verða ekki sjálft að skotmörkum.

Starfsfólk hafi óskað eftir vinnustaðafund, en verið neitað um slíkan. Frekar voru þeir fengnir til að skrifa niður frásagnir sínar og trúnaðarmenn komu þeim til skila. Ályktun hafi verið send til stjórnar þar sem starfsmenn lýstu upplifun og vanlíðan sinni. Skjalið var hugsað sem vinnuskjal sem gæti orðið upphafið að úrbótum.

Sólveig hafi þó brugðist ókvæða við, sem og Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Eflingar. Þau hafi túlkað ályktunina sem vantraustsyfirlýsingu og voru starfsmenn krafðir um að draga hana til baka annars myndi Sólveig segja af sér.

Sjá einnig: Sólveig Anna kastaði sprengju inn á starfsmannafund Eflingar á föstudag – „Svona fundur hjá Icelandair hefði verið fordæmdur“

„Við höfðum ekk­ert út á stefnu henn­ar að setja og unn­um af heil­um hug fyr­ir fé­lagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er al­gjör­lega leik­rit sem hún set­ur upp sjálf.“

Starfsfólk reyndi svo að fá áheyrn trúnaðarráðs Eflingar í nóvember og var bréf ritað sem óskað var eftir að lesið yrði þar upp. Undir bréfið skrifuðu 31 starfsmaður af 45 almennum starfsmönnum og aðeins 3 voru mótfallnir því. Upplestri bréfsins var hafnað. Hvorki stjórn né trúnaðarráð hafi viljað heyra hlið starfsmanna.

Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar stíga fram – Vildu ekki að Sólveig Anna segði af sér og voru aðeins að óska eftir úrbótum

Margir óttaslegnir

Nú óttast starfsmenn hvað möguleg endurkoma Sólveigar Önnu hafi í för með sér fyrir þá og þeirra störf.

„Það eru marg­ir þarna inni sem eru orðnir ótta­slegn­ir. Það er fólk sem hún réði sjálf inn og var henn­ar stuðnings­fólk.“

Sólveig hafi talað um stjórnunarhæfileika sína en Ragnheiður segist sjálf bara hafa orðið vör við tvískinnung. Sólveig tali um að trúnaðarmenn séu hornsteinn verkalýðsbaráttunnar, en á sama tíma veitist hún að trúnaðarmönnum skrifstofu Eflingar með hætti sem enginn annar atvinnurekandi hafi gert.

Nánar má lesa um málið í ítarlegri umfjöllun mbl.is þar sem bréfi starfsmanna frá því í nóvember er deilt í heild sinni. Þar kemur meðal annars fram um kröfu Sólveigar um að starfsfólk tæki ályktun sína til baka:

„Hún stillti okk­ur upp við vegg og setti okk­ur í þá ómögu­legu stöðu að bregðast við í fjöl­miðlum með því að lýsa yfir að inni­hald bréfs­ins ætti sér ekki stoð í raun­veru­leik­an­um. Við átt­um með öðrum orðum að af­neita van­líðan og áhyggj­um margra starfs­manna, ann­ars myndi hún segja af sér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi