Efling segir sig úr Starfsgreinasambandi Íslands
FréttirEflingarfélagar samþykktu úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandi Íslands með tæplega 70% greiddra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Mun því félagið segja sig úr SGS og þar með öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands. Í frétt á vef Eflingar kemur fram að atkvæði hafi fallið svo: 733 félagar greiddu atkvæði með úrsögn, eða 69,74% þeirra Lesa meira
Efling boðar ekki til frekari verkfalla
EyjanSamninganefnd Eflingar ákvað á fundi sínum í gær 22.2 að boða ekki til þeirra verkfallsaðgerða sem samþykktar voru í nýliðinni atkvæðagreiðslu (hótel, öryggisgæsla og ræstingar). Félagsmenn á þessum vinnustöðum fara því ekki í verkföll að svo stöddu. Segir í tilkynningu á vef Eflingar að með verkbanni hafi Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, Lesa meira
Verkfall hefst að nýju á miðnætti
FréttirEfling segir Samtök atvinnulífsins siglt kjaraviðræðum við samninganefnd Eflingar í strand í dag. Í tilkynningu frá Eflingu segir félagið SA hafa reynst óviljug til að koma til móts við Eflingu, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða aðlaganir innan þess ramma sem þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög. Gangur var í viðræðum um Lesa meira
Segir félagsmönnum að vera í viðbragðsstöðu um verkfallsaðgerðir
FréttirSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur beint þeim skilaboðum til hótelstarfsmanna og bílstjóra að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. Eru þessir félagar Eflingar beðnir um að fylgjast náið með skilaboðum frá félaginu næstu klukkutíma, eins og segir á vef Eflingar. Umræddir hópar hófu ótímabundnar verkfallsaðgerðir sínar 7. Lesa meira
Hvaða áhrif hefur verkfall Eflingar?
FréttirVerkfall hjá Eflingu hófst á hádegi í dag þegar 70 vörubílstjórar hjá Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu, og 500 starfsmenn Berjaya-hótela og Edition lögðu niður störf. Fyrir voru um 300 félagar Eflingar á Íslandshótelum í verkfalli. Verkfallið mun standa þangað til því hefur verið aflýst af félaginu. Baráttu- og upplýsingafundur Eflingar hófst kl. 12 í Norðurljósasal Lesa meira
Verkfall Eflingar hafið
FréttirVerkfall hjá Eflingu er hafið. 70 vörubílstjórar hjá Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu, og 500 starfsmenn Berjaya-hótela og Edition lögðu niður störf kl. 12 og halda áfram í verkfalli þangað til því hefur verið aflýst af félaginu. Þegar eru um 300 Eflingarfélagar á Íslandshótelum í verkfalli. Baráttu- og upplýsingafundur Eflingar hófst kl. 12 í Norðurljósasal Hörpu Lesa meira
Ástráður búinn að boða fund – „Svo byrjum við bara á morgun“
FréttirÁstráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, er búinn að boða samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til sáttafundar í Karphúsinu klukkan níu í fyrramálið. Þetta staðfestir Ástráður í samtali við mbl.is. Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefði sett Ástráð sem ríkissáttasemjara í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Störf hans Lesa meira
Ástráður settur ríkissáttasemjari í vinnudeilu Eflingar og SA
FréttirGuðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur sett Ástráð Haraldsson, héraðsdómara, sem ríkissáttasemjara í yfirstandandi vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stjórn dómstólasýslunnar hefur samþykkt að veita Ástráði leyfi frá dómarastörfum og hefst leyfið nú þegar. Með erindi til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2023, óskaði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, eftir því að víkja í yfirstandandi Lesa meira
Efling hafði betur í Landsrétti
FréttirLandsréttur hefur birt úrskurð sinn í dómsmáli sem Efling höfðaði til áfrýjunar á ákvörðun Héraðsdóms um að félaginu bæri að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá vegna umdeildrar miðlunartillögu embættisins. Niðurstaða Landsréttar er að hafna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár. Ríkissáttasemjari hafði áður hótað aðför að félaginu með aðstoð lögreglu og Sýslumanns. Eflingu er ekki skylt að afhenda Lesa meira
Saka Eflingu um hótanir og meina þeim aðgang að hótelunum
FréttirForsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín, eftir að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega eru ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Íslandshótelum. Í tilkynningunni segir að Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar Lesa meira