Föstudagur 26.febrúar 2021
Fréttir

Fjölnir segir að lögreglumenn séu fordómalausir – „Ég hef setið í bíl og hádegismat með morðingjum, nauðgurum og barnaperrum“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 12:15

Fjölnir Sæmundsson, skjáskot úr Silfrinu á RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnir Sæmundsson, nýkjörinn formaður Landsambands lögreglumanna, var gestur Fanneyjar Birnu Jónsdóttur í Silfrinu á RÚV í dag. Þar ræddi Fjölnir um margt en eitt af því sem rætt var voru fordómar innan lögreglunnar.

Snemma í viðtalinu talar Fjölnir um það sem hefur truflað hann þegar kemur að umræðu um lögregluna. „Það hefur svolítið truflað mig, umræðan um lögregluna og mér hefur fundist eins og einhver þurfi að stíga fram og svara fyrir lögreglumenn. Það truflaði mig til dæmis mjög mikið þegar það var talað um að lögreglan væri með fordóma,“ segir hann.

„Auðvitað get ég ekki talað um einhverja einstaklinga en sem stétt þá veit ég alveg hvernig lögreglumenn hugsa. Ég hef stundum sagt, það eru fáir fordómalausari en lögreglumenn, því við erum að fást við alls konar fólk. Við erum að fást við gerendur og fórnarlömb og þurfum að koma eins fram við báða. “

Fjölnir kemur svo með dæmi máli sínu til stuðnings. „Ég hef setið í bíl og hádegismat með morðingjum, nauðgurum og barnaperrum og ég þarf að koma fram við þá af sömu virðingu og aðra. Ég held að það geri sér ekki allir grein fyrir því að lögreglumenn þurfa að koma eins fram við alla. Við erum oft skammaðir fyrir það, ég hef verið skammaður fyrir að tala við ofbeldismenn eins og venjulega menn. Þetta fer í taugarnar á mörgum en það eru allir jafnir fyrir lögum og við þurfum að koma eins fram við alla.“

Þá segir Fjölnir að lögreglumenn þekki það flestir að vera kallaðir illum nöfnum á borð við fasista eða nasista. „Meira að segja bara fyrir að stoppa einhvern á 120 kílómetra hraða ertu kallaður fasisti, fyrir að vera að skipta þér af þeim“

Hann segir það vera erfitt fyrir lögregluna að svara fyrir sig þegar kemur að umfjöllun um lögregluna. „Það er svo erfitt fyrir lögregluna að svara fyrir sig, yfirmenn lögreglunnar eiga erfitt með að svara. Það má tala um lögregluna um fjölmiðlum endalaust en við megum aldrei svara. Það hafa til dæmis hringt í mig lögmenn og boðist til að fara í meiðyrðamál fyrir mig en yfirmennirnir mínir segja bara við mig: nei nei nei, við erum ekki að fara að tala meira um þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðamikil lögregluaðgerð í Kópavogi í dag vekur spurningar

Viðamikil lögregluaðgerð í Kópavogi í dag vekur spurningar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja lögregluna handtaka fólk eftir geðþóttaákvörðunum – „Af þeim stafaði engin hætta“

Segja lögregluna handtaka fólk eftir geðþóttaákvörðunum – „Af þeim stafaði engin hætta“
Fréttir
Í gær

Fjölskyldu konunnar ofbauð að læknirinn starfi ennþá – Vilja að lögregla rannsaki meðferð móður þeirra sem manndráp

Fjölskyldu konunnar ofbauð að læknirinn starfi ennþá – Vilja að lögregla rannsaki meðferð móður þeirra sem manndráp
Fréttir
Í gær

Móðir Bjarna var spilafíkill – „Það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi“

Móðir Bjarna var spilafíkill – „Það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

58 skjálftar þrír á stærð eða meira – 669 skjálftar í heildina

58 skjálftar þrír á stærð eða meira – 669 skjálftar í heildina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfum Eflingar vísað frá – Eldum rétt og starfsmannaleigan með fullan sigur

Kröfum Eflingar vísað frá – Eldum rétt og starfsmannaleigan með fullan sigur