fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Rekstri Leitarstöðvar haldið í heljargreipum um árabil

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 22. janúar 2021 07:00

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir félagið engar skýringar hafa fengið vegna flutnings skimana frá Leitarstöðinni til opinberra stofnana um síðustu áramót. Stuttir tímabundnir samningar af hálfu hins opinbera hafi haldið rekstrinum í heljargreipum undanfarin ár.

Halla er í forsíðuviðtali í nýju helgarblaði DV. Hér má lesa brot úr viðtalinu.

Húsnæði Landspítalans er ekki tilbúið og hann leigir því aðstöðu og búnað af Krabbameinsfélagi Íslands í Skógarhlíð fyrir skimanir vegna brjóstakrabbameins fram á vormánuði þegar þjónustan flyst á Eiríksgötu.

„Þetta er auðvitað rosaleg breyting. Á meðan Leitarstöðin var starfandi komu í hús um 2.000-2.500 konur í hverjum mánuði. Fram á vor koma konur áfram hingað í brjóstaskimun en þær eru þá í raun að koma til Landspítalans. Það hafa reyndar ekki margar konur komið síðan um áramótin og ég held að Landspítalinn sé ekki farinn að bjóða konum í brjóstaskimun. Mér skilst að þær konur sem hafa verið að koma séu konur sem voru búnar að panta tíma fyrir áramót,“ segir Halla.

Hún bendir á að þegar félagið rak Leitarstöðina hafi það verið byggt á þjónustusamningi við hið opinbera. „Við lögðum Leitarstöðinni síðan til viðbótarfé því peningarnir sem við fengum frá Sjúkratryggingum dugðu ekki til.“

Halla segir að lengi hafi verið uppi hugmyndir um að færa skimunina frá Leitarstöðinni en langtímaskipulag hafi skort.

„Frá árinu 2013 hafa allir samningar um leitarstarfið verið lengst til eins og hálfs árs í einu og má segja að þetta hafi haldið þessum rekstri í heljargreipum. Það er afskaplega vont fyrirkomulag að gera ekki lengri samninga því með þessum hætti var starfsfólki haldið í óvissu. Það var líka erfitt fyrir okkur að þróa starfið en það tókst þó að gera ýmsar breytingar til batnaðar.

Á miðju ári 2017 kemur síðan bréf frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem tilkynnt er að það eigi að ganga frá samningi um leitarstarfið til þriggja til fimm ára. Þá átti líka loksins að hefja viðræður um að koma í gang skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi, verkefni sem Krabbameinsfélagið og ráðuneytið höfðu lagt mikið fjármagn í. Það er hins vegar ekki enn orðið að veruleika.

Af þessum lengri samningi varð ekki, meðal annars þar sem kemur í ljós andstaða af hálfu Sjúkratrygginga sem töldu að bjóða ætti starfsemina út. Það var um tíma óljós staða og óheppileg.

Það er síðan 2019 sem heilbrigðisráðherra tilkynnir að skimunin eigi að færast til opinberra stofnana. Óskað var eftir því við Krabbameinsfélagið að félagið sinnti skimuninni áfram meðan framtíðarfyrirkomulag væri skipulagt og kæmi með tillögur að samkomulagi um það.

Félagið lagði fram tillögur að þriggja ára samkomulagi þannig að hægt væri að vinna að flutningnum þannig að hann gengi sem best og sem minnst truflun yrði fyrir þær konur sem koma í skimun. Ekki varð heldur af því samkomulagi og samningurinn frá 2013 var framlengdur áfram þar til opinberar stofnanir taki við áramótin 2020/2021.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í nýju helgarblaði DV.

Einfalt er að gerast áskrifandi að prent- og/eða vefútgáfu blaðsins með því að smella hér: dv.is/skraning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”