fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Diljá var rekin upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan – „Þvílík. Fokking. Niðurlæging. Ég fór að gráta í miðju lóni“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 17:44

Diljá Sigurðardóttir - Myndir/Aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Sigurðardóttir og kærasti hennar ákváðu í dag að fara í Sky Lagoon í tilefni þess að þau eiga tveggja ára sambandsafmæli. Þar að auki átti kærasti hennar afmæli í vikunni svo þeim langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman, Diljá bauð honum því í Sky Lagoon. Sú ferð gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en Diljá var hent upp úr lóninu sökum þess að hún var ber að ofan.

Diljá tjáir sig um þetta í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni en hún veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um málið. Þar segist hún hafa farið ber að ofan í sund síðastliðin 4-5 ár. „Af hverju? Af því að ég má það, af því að það að er bannað að mismuna fólki eftir kyni. Ég fer ber að ofan í sund því ég vill normælisera jafnrétti, því ég vil gegnisfella geirvörtur kvenna sem eitthvað sem hægt sé að nota gegn konum, til dæmis í gegnum stafrænt kynferðisofbeldi,“ segir Diljá í færslunni.

„Ég er menntaður félagsfræðingur og ég veit að það að geirvörtur kvenna séu álitnar kynferðislegar er samfélagslegt fyrirbæri, ekki líffræðilegt. Ég ætla ekki einu sinni að fara ofan í það hvað þetta tabú gegn geirvörtum kvenna er mikið cis- og hetero-normatívt kjaftæði, en þið vitið.“

Áður en haldið var í lónið las Diljá yfir skilmála Sky Lagoon. „Eina sem stóð um klæðaburð sundgesta var að þeir þyrftu að vera í sundfötum, og hey – ég VAR í sundfötum. Ég var ekki í topp, en það stendur heldur ekkert um að neinir gestir þurfi að vera í topp. Ekki var Franz í topp,“ segir hún.

Þegar þau höfðu verið í lóninu í um það bil hálftíma kemur starfsmaður upp að þeim og segir Diljá að hún þurfi að vera í bikinítopp. „Ég segi honum að það sé ekkert sem standi um það í skilmálunum, plús að það stangist á við lög á mismuna fólki eftir kyni. Hann nær í framkvæmdarstjórann, sem segir að ég þurfi að fara í topp, annars muni STARFSMENN FYLGJA MÉR UPP ÚR.“

Starfsmaðurinn sagði að ástæðan fyrir því að hún þyrfti að vera í topp væri sú að gestir lónsins komi frá alls konar menningarheimum. „Er það sem sagt þannig að blygðungarkennd ferðamanna vegi þyngra en lög Íslands??“ veltir Diljá fyrir sér.

„Þarna er ég, borgandi viðskiptavinur, fylgjandi skilmálum fyrirtækisins OG lögum, en samt er mér hent upp úr eins og blautum hundi?? Þvílík. Fokking. Niðurlæging. Ég fór að gráta í miðju lóni, ekki af því að ég væri leið, heldur af því að ég var REIÐ. Ég fór ekki í sturtu, ég fór ekki einu sinni í sokka. Ég vildi bara komast burt sem fyrst. Sky Lagoon – fokkastu til að kynna þér landslög. Og takk fyrir að eyðileggja sambandsafmælið og láta mig borga 20.000 kall fyrir það.“

Diljá lætur að lokum fylgja vitnun í lög sem varða bann við mismunun.

16. gr. Almennt bann við mismunun.
Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil. Fjölþætt mismunun er jafnframt óheimil. Fyrirmæli um mismunun á grundvelli kyns teljast einnig mismunun samkvæmt lögum þessum.

Þá lætur hún einnig með fylgja lokaritgerðina sína í félagsfræði en ritgeriðn fjallar um Free the Nipple. Áhugasamir geta nálgast ritgerðina hér.

Sjá einnig: „Við erum svosem ekki að mismuna þannig lagað“ segir framkvæmdastjóri Sky Lagoon eftir að Diljá var rekin úr lóninu fyrir að vera ber að ofan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala