fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Fréttir

„Við erum svosem ekki að mismuna þannig lagað“ segir framkvæmdastjóri Sky Lagoon eftir að Diljá var rekin úr lóninu fyrir að vera ber að ofan

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. júlí 2021 18:55

Samsett mynd. Til vinstri: Dagný Pétursdóttir - Til hægri: Diljá Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er margt í hennar færslu sem er ekki rétt. Ég var ekki á staðnum, henni var ekki fylgt upp úr, þetta var allt í rólegheitum, ræddu við hana í rólegheitunum. Svo fór hún bara sjálf upp úr. Vaktstjórinn sem talaði við hana var ekki einu sinni á staðnum þegar hún fór þannig þetta var ekki eins dramatískt og hún lætur þetta vera.“

Þetta segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, í samtali við DV í kjölfar þess að Diljá Sigurðardóttir sagðist hafa verið rekin upp úr Sky Lagoon sökum þess að hún var ber að ofan.

„Eina sem stóð um klæðaburð sundgesta var að þeir þyrftu að vera í sundfötum, og hey – ég VAR í sundfötum. Ég var ekki í topp, en það stendur heldur ekkert um að neinir gestir þurfi að vera í topp. Ekki var Franz í topp,“ sagði Diljá um málið. Þegar Diljá og kærasti hennar höfðu verið í lóninu í um það bil hálftíma kom starfsmaður upp að þeim og sagði Diljá að hún þyrfti að vera í bikinítopp. „Ég segi honum að það sé ekkert sem standi um það í skilmálunum, plús að það stangist á við lög á mismuna fólki eftir kyni. Hann nær í framkvæmdarstjórann, sem segir að ég þurfi að fara í topp, annars muni STARFSMENN FYLGJA MÉR UPP ÚR.“

Lesa meira: Diljá var rekin upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan – „Þvílík. Fokking. Niðurlæging. Ég fór að gráta í miðju lóni“

Hinn gullni meðalvegur

Eins og áður kemur fram segir Dagný að hún hafi ekki verið á svæðinu. Þó svo að Dagný vilji meina að atvikið hafi ekki verið dramatískt þá er konum vissulega bannað að vera berar að ofan í lóninu.  „Það sem við gerðum á sínum tíma þegar við vorum að velja skilmálana var að segja sundföt. Við fórum þennan gullna meðalveg sem okkur fannst við verða að gera. Þetta er dálítið erfitt fyrir rekstraraðila eins og okkur því við erum að taka á móti gestum alls staðar að.  Við erum bæði líka að vernda aðra baðgesti, það eru allir með myndavélar og svoleiðis. Þetta er þessi gullni meðalvegur sem við fórum í sem er bara áhættuminni en hin ákvörðunin sem við hefðum getað tekið,“ segir Dagný.

Blaðamaður spyr Dagný þá hvaða baðgesti er verið að vernda með þessari reglu? „Ef það er bara til dæmis fólk með myndavélar eða annað þá getur það kannski farið á flakk eða eitthvað, þú veist aldrei,“ segir hún.

„Við erum svosem ekki að mismuna þannig lagað“

Varðandi mögulegt brot á lögum sem varða bann við misnotkun hafði Dagný þetta að segja: „Við erum svosem ekki að mismuna þannig lagað. Þetta er erfitt því það er mikil nekt. Við erum til dæmis með karla- og kvennaklefa en við erum líka með klefa sem er mjög góður fyrir unisex og annað, sem við þurfum að gera. Ég var ekki að mismuna konu sem vildi fara í karlaklefa eða karli sem vildi fara í kvennaklefa. Það er bara ákveðið „protocol“ sem við verðum að fylgja og við tókum þessa ákvörðun á sínum tíma. Þegar við segjum sundföt þá töldum við að það væri ekki mismunun en þetta er mjög áhugaverður punktur og áhugaverð umræða. Ég ætla bara að fá lögfræðilegt álit í kjölfarið á þessu, það er mjög fínt að fá þetta upp og ræða þetta. Við viljum að sjálfsögðu að öllum líði vel, það er okkar markmið.“

Blaðamaður spyr þá Dagnýju hvort henni finnist eðlilegt að þóknast öðrum menningarheimum með því að banna konum að vera berar að ofan, mörgum þætti eflaust skrýtið ef Finnland tæki upp á því að banna nekt í sánum vegna blygðunarsemi erlendra ferðamanna sem þangað leita. „Íslenskur menningarheimur, hvað er íslenskur menningarheimur? Við erum vön að vera í sundfötum. Þetta snýst ekkert um ferðamenn heldur alla gesti, saman hvaðan þeir eru, og að finna eina reglu sem getur gilt yfir alla. Það er svo erfitt í svona viðkvæmum málum að þóknast öllum, það er bara ekki hægt. Þess vegna ákváðum við að fara þennan gullna meðalveg og setja í skilmálann okkar að fólk þurfi að vera í sundfötum.“

En hún var náttúrulega í sundfötum?

„Jú, hún var í buxum en ekki topp.“

Blaðamaður bendir þá á að karlmenn séu bara í buxum, það sé nóg. „Já já, ég veit það. Ég veit alveg og skil alveg en einhvers staðar verðum við að leggja línuna og við gerðum það þarna. Ef fólk er ekki sátt þá er það skiljanlegt og það má vel vera að við breytum þessu í framtíðinni. En eins og staðan er núna þá er þetta svona.“

„Þetta mál er að koma upp núna en ef við hefðum farið hina leiðina þá hefðum við fengið miklu, miklu neikvæðari áhrif,“ segir Dagný og blaðamaður spyr hana hver hin leiðin sé. „Ef við myndum bara segja að fólk megi vera eins og það vill, hvort sem það er nakið eða í fötum eða ekki. Það yrði verri leið fyrir okkur því það yrði miklu meiri óánægja með það heldur en eins og staðan er núna. Þess vegna völdum við þennan gullna meðalveg sem er einhver svona „hefð“. Það sem hefðin er, það er alltaf öruggast að velja hana. Svo er bara spurning um hvort það sé rétt eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flutningar á umdeildri malbikunarstöð borgarinnar til Hafnarfjarðar hafinn – Kanna möguleika á sölu

Flutningar á umdeildri malbikunarstöð borgarinnar til Hafnarfjarðar hafinn – Kanna möguleika á sölu
Fréttir
Í gær

Leyndardómsfulli sjóður Sonju de Zorilla rýfur þögnina – Segja meint auðæfi Sonju stórlega ýkt

Leyndardómsfulli sjóður Sonju de Zorilla rýfur þögnina – Segja meint auðæfi Sonju stórlega ýkt