fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Sérsveitin auglýsir eftir umsækjendum – Hefur þú það sem þarf? Sjáðu inntökuskilyrðin

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. júní 2021 18:30

Sérsveit ríkislögreglustjóra á æfingu í Árbæ. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins.

Á heimasíðu ríkislögreglustjóra segir er sérsveitinni lýst sem hreyfanlegu lögregluliði, sérþjálfuðu til þess að takast á við vopnuð lögreglustörf, þar með talin hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. „Sveitin aðstoðar lögregluliðin hvarvetna á landinu, annast handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála o.fl.“ Þá sinnir sérsveitin einnig köfunarverkefnum og er liðsstyrkur fyrir almannavarnadeild þegar neyðarástand skapast. Hún var til dæmis kölluð út á fyrstu dögum eldgossins á Suðurnesjum, og mátti sjá þar sérsveitarmenn á svæðinu á fjórhjólum, þá vitanlega að störfum fyrir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þá sinnir sérsveitin verkefnum er varða öryggisgæslu erlendra þjóðhöfðingja og fyrirmenna í opinberum heimsóknum hér á landi.

Sérsveitin var kölluð út þegar skothvellir heyrðust í Hlíðasmára. mynd/Vilhelm

Þrátt fyrir vígalegan vopnaburð sérsveitarinnar hefur hún aðeins einu sinni þurft að beita skotvopni gegn manni. Það var í desember 2013 í Árbænum. Karlmaður hafði þá skotið ítrekað að lögreglu með haglabyssu og hæft sérsveitarmenn. Einn fékk skot í hjálm sinn og annar í skjöld sem hann bar með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig, niður tröppur og rotaðist. Svo fór að lokum að maðurinn var skotinn af meðlimi sérsveitarinnar. Maðurinn var úrskurðaður látinn á Landspítalanum skömmu síðar.

Ríkar kröfur gerðar

Samkvæmt auglýsingunni eru kröfurnar eftirfarandi:

Próf frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum.
Starfsnám á vegum lögreglunnar og nýliðanámskeiði fyrir sérsveitarmenn 2020.
Haldgóð þekking á lögreglustörfum og reynsla af vettvangsstjórnun.
Samskipta- og samvinnuhæfni.
Þjónustulund.
Lausnamiðað og jákvætt viðhorf.
Sveigjanleiki og drifkraftur.
Aukin menntun sem nýtist í starfi er kostur.

Þá er það sérstaklega tiltekið að umsækjendur munu þurfa að gangast undir sálfræðimat, læknisskoðun hjá trúnaðarlækni og standast skot- og þrekpróf sérsveitar ríkislögreglustjóra.

DV tók Jón Már Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá sérsveitinni á tal og spurði hvað fælist í þessum inntökuskilyrðum.

Sérsveitarmenn á æfingu. mynd/Gunnar

Jón segir aðeins þá sem sótt hafa nýliðanámskeið geta sótt um að komast í sérsveitina. Almennir lögreglumenn geta sótt um að komast í nýliðanámskeiðið. Tíu sóttu námskeiðið síðast og því aðeins tíu sem koma til greina í starfið að þessu sinni. Lágmarksþrekkröfur á síðasta nýliðanámskeiði segir Jón hafa verið:

3 km hlaup á undir 12 mínútum.
80 kg í hnébeygjur, 15 endurtekningar.
80 kg bekkpressa, 10 endurtekningar.
25 kg þynging, upphífing framkvæmd einu sinni og hangið í 60 sekúndur.
Planki í 2 mínútur.

Skot prófið er svo framkvæmd þannig að gefin eru stig eftir hittni, 60 stig gefa 100% árangur. Í skotprófinu eru 56 stig lágmark. Prófað er á Glock skammbyssu og MP5 hríðskotabyssu. Báðar byssurnar eru notaðar af sérsveitum víða um heim. Glock 17 er 9 mm hálfsjálfvirk skammbyssa.

Myndir af vopnunum má sjá neðst í fréttinni.

Ekki bara vöðvar og byssur

Umsækjendur þurfa þá að hafa reynslu af vettvangsstjórnun, en Jón segir alla lögreglumenn fá fræðslu í slíku, en þó er hægt að sækja sérstakt námskeið í vettvangsstjórnun. „Allir lögreglumenn sem fara í mál, t.d. umferðarslys eru sjálfkrafa vettvangsstjórar, en yfirleitt er því þannig farið að sá sem er með mestu reynsluna verður vettvangsstjóri. Þetta getur verið vettvangur sem spannar allt frá umferðarslysi yfir í flugslys eða náttúruhamfarir,“ útskýrir hann.

Sérsveitarmenn sinna öryggisgæslu þegar erlendir þjóðhöfðingjar heimsækja Ísland. Þessir hér vöktuðu Mike Pompeo í stuttri heimsókn hans hingað til lands um árið. mynd/Anton Brink

Tekið verður tillit til aukinnar menntunar umsækjenda. Jón segir lögreglustörf hafa tekið miklum breytingum undanfarin ár og er það í takt við þær miklu samfélagslegu breytingar að lögreglan horfi til fjölbreyttrar reynslu og menntunar. „Slíkt er talið af hinu góða innan lögreglunnar,“ segir Jón.

Jón segir mjög breytilegt hversu margir sækjast eftir því að komast í sérsveitina og fylgir fjöldi umsækjenda því hversu langt líður á milli nýliðanámskeiða. Jón telur sig þó greina mikinn áhuga á sérsveitinni innan lögreglunnar. „Ég tel að það séu margar ástæður fyrir þeim áhuga sem lögreglumenn hafa og skýrist það m.a. af því hversu fjölbreytt verkefni sérsveitar eru. Þá er gerð rík krafa um fjölbreytta þjálfun og mjög gott líkamlegt form.“

Fáar konur hafa sótt um að komast í sérsveitina undanfarin. Nú segir Jón lögregluna ætla að endurskoða þrekkröfur og að stefnan sé að kynna sérsveitina betur fyrir lögreglukonum. Þrekkröfurnar eru nú þær sömu fyrir karla og konur.

Að umsóknarferli loknu eru allir umsækjendur bornir saman, útskýrir Jón. „Í kjölfarið fá þeir fjórir umsækjendur sem hafa besta frammistöðu heilt yfir boð um starf.“

MP5 mynd/wiki
Glock-17 mynd/wiki
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Í gær

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“
Fréttir
Í gær

Smitin á uppleið aftur

Smitin á uppleið aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“