fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fréttir

Farið fram á gæsluvarðhald vegna manndráps í Kórahverfi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 09:50

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag fara fram á gæsluvarðhald yfir einum manni vegna rannsóknar á manndrápi í Kórahverfi í Kópavogi í gær. Um erlendan ríkisborgara er að ræða, karlmann, sem var handtekinn í gær ásamt tveimur öðrum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Eins og DV skýrði frá í gær lést karlmaður um þrítugt á Landspítalanum í gær af völdum áverka er hann hlaut er ráðist var á hann fyrir utan heimili hans í Kópavogi á föstudaginn.

Þrír voru handteknir vegna málsins en tveimur hefur verið sleppt. Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn, við Fréttablaðið.

Rannsókn málsins er á byrjunarstigi. Ekki er vitað hvernig mennirnir tengjast.

Fréttin hefur verið uppfærð en í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði nú þegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, það er ekki rétt. Krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald verður tekin fyrir síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“

Fjölskylda í Grafarvoginum getur ekki sofið vegna hávaða frá Eimskip – „Hefur verið truflandi síðustu tvö árin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

35 ár frá leiðtogafundi í Höfða: Sjáðu hjartnæma ræðu Reagans í Keflavík

35 ár frá leiðtogafundi í Höfða: Sjáðu hjartnæma ræðu Reagans í Keflavík