fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Fréttir

Segir mjög slæmt að COVID-19-smit hafi komið upp á blóð- og krabbameinslækningadeild

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 08:00

Már Kristjánsson. Mynd/Landspítali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi kom í ljós að sjúklingur á blóð- og krabbameinsdeild Landspítala (11EG) er með COVID-19. Deildinni hefur verið lokað fyrir nýjum innlögnum en starfsemin er þó áfram í fullum gangi. Um 30 sjúklingar og 30 starfsmenn verða skimaðir nú í morgunsárið.

Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að vonast sé til að fyrstu niðurstöður skimana liggi fyrir um hádegisbil. Þeir sem fara í sýnatöku eru nú annað hvort í sóttkví eða vinnusóttkví B. Að auki hefur verið gripið til ýtrustu sóttvarnaráðstafana á deildinni.

Ekki er vitað hvernig sjúklingurinn smitaðist en talið er líklegt að hann hafi verið smitaður við innlögn síðdegis á þriðjudaginn. Unnið er að smitrakningu. Sjúklingurinn hefur verið fluttur á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi og í einangrun.

Morgunblaðið hefur eftir Má Kristjánssyni, yfirmanni smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formanni sóttvarnanefndar, að spítalinn sé nú í sömu stöðu og þegar smit komu upp hjá sjúklingi á hjartadeild spítalans á þriðjudaginn. Bregðast þurfi við á sama hátt. „Við vit­um ekk­ert um þetta fyrr en við erum búin að grennsl­ast meira fyr­ir, en þetta hef­ur meira það yf­ir­bragð að vera raun­veru­legt smit,“ sagði hann.

Hann vildi ekki tjá sig nánar um sjúklinginn eða hvort hann hafi verið í herbergi með fleira fólki. Varðandi alvöru málsins sagði hann að verra væri að smit komi upp á blóð- og krabbameinsdeild en hjartadeild. „Þarna er fólk sem stend­ur höll­um fæti út af sín­um und­ir­liggj­andi veik­ind­um og meðferð. Ég er ekki að segja að það sé gott að fá þetta inni á hjarta­deild en það er sýnu verra að hafa þetta á þess­ari deild,” sagði hann í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga