fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 15:25

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sagði frá því fyrr í dag að réttargæslumanni brotaþola í fjórföldu nauðgunarmáli gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni hefði verið bætt á vitnalista ákærða í málinu og uppfylli því ekki lengur skilyrði til að vera réttargæslumaður brotaþola í málinu. Réttargæslumaðurinn er Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður.

Margt hefur gengið á í málinu sem á sér langan aðdraganda. Fyrstu ásakanir komu fram 2018 og sagði DV þá frá málinu. Fleiri konur stigu fljótt fram og að lokum höfðu yfir 20 konur ásakað Jóhannes opinberlega um kynferðisbrot. Steinbergur Finnbogason, lögmaður og verjandi mannsins, gaf lítið fyrir ásakanirnar á sínum tíma. Sagði hann Sigrúnu vera að „safna liði“ gegn skjólstæðingi hans. „Rétturinn til þess að teljast saklaus þar til sekt er sönnuð er einfaldlega orðinn að engu í samfélagi netvæddra samskipta þar sem einstaklingurinn er í raun sjálfstæður fjölmiðill og hefð hefur myndast fyrir því að í lagi sé að láta nánast hvað sem er flakka.“ Sigrún hafnaði þessu alfarið.

Héraðsdómur skipaði Sigrúnu að bera vitni

Nú hefur Sigrúnu verið bætt á vitnalista Jóhannesar í nauðgunarmálinu gegn sér. Málaferlin fara fram bakvið luktar dyr í lokuðu þinghaldi og mega aðilar máls og lögmenn því ekki tjá sig um málið. Fréttablaðið sagði í morgun frá úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um stöðu Sigrúnar á vitnalistanum og hafði eftir Steinbergi, lögmanni Jóhannesar, að lögfræðilegur tilbúningur málsins standist tæpast skoðun og hann hyggist draga það fram í vitnaleiðslum. Má væntanlega gera ráð fyrir að þar eigi hann við um meinta „smölun“ Sigrúnar á fórnarlömbum mannsins á fyrstu stigum málsins haustið 2018.

Ennfremur má gera ráð fyrir því að úrskurður Héraðsdóms um stöðu Sigrúnar á vitnalista hins ákærða sé högg fyrir meint fórnarlömb mannsins og málatilbúnað þeirra, enda hefur hún verið lögmaður þeirra og réttargæslumaður frá fyrstu stigum málsins. Má ætla að hún hafi á þeim tíma aflað sér talsverðrar þekkingar um málið sem og byggt upp tengsl við skjólstæðinga sína. Annar réttargæslumaður var skipaður í gær en sú skipun var felld með öðrum úrskurði dómstólsins.

Úrskurðinum verður áfrýjað

Sigrún segir að úrskurðinum verði áfrýjað til Landsréttar og sendi DV neðangreinda tilkynningu um málið. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málið.

„[Sigrún] mótmælir þessum ósmekklegu ásökunum Steinbergs [Finnbogasonar] og segir þær dæma sig sjálfar. Úrskurðurinn verði kærður til Landsréttar. Það sé enda fullkomnlega óásættanlegt að lögmenn geti rutt svona hver öðrum úr dómsmálum með því einu að láta þá bera vitni um störf sín í þágu málsins. Það ógni öllu réttaröryggi,“ segir í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat