fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Bjarg með yfir 300 hagkvæmar leiguíbúðir í byggingu

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 11:27

Fyrstu íbúðirnar sem Bjarg lauk við og kom í útleigu eru við Móaveg í Grafarvogi. Mynd/BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppbygging Bjargs íbúðafélags, sem stofnað var af BSRB og ASÍ, á hagkvæmum leiguíbúðum hefur gengið hraðar en vonir stóðu til. Þegar eru ríflega 200 íbúðir komnar í útleigu og 313 til viðbótar eru í byggingu.

Í Hraunbæ er félagið að byggja 99 íbúðir, 82 íbúðir við Silfratjörn í Úlfarsárdal, 80 íbúðir við Kirkjusand og 31 íbúð á Akureyri. Undirbúningur fyrir fleiri nýbyggingar er í fullum gangi. Alls eru nú 128 íbúðir í hönnunarferli, 230 til viðbótar í undirbúningi og 174 í umsóknarferli. Þetta kemur fram á vef BSRB.

Bjarg var stofnað árið 2016 með það að markmiði að byggja hagkvæmar íbúðir sem félagsmenn BSRB og ASÍ gætu leigt í langtímaleigu.

Hagkvæmt leiguverð

Til að geta boðið hagkvæmt leiguverð byggir Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir sem lítið framboð hefur verið af á fasteignamarkaði. Leiguverðið er mun hagkvæmara en á almenna leigumarkaðinum og er hugsað fyrir þá sem vilja örugga langtímaleigu. Sem dæmi má nefna að leiga á tveggja herbergja íbúð er um 125 þúsund krónur á mánuði, þriggja herbergja íbúð er leigð á um 165 þúsund og fjögurra herbergja íbúð á um 185 þúsund krónur á mánuði.

Flestar íbúðir við Móaveg

Félagið hefur þegar afhent 223 íbúðir til leigjenda. Félagið hefur þó byggt fleiri íbúðir því samkvæmt samningi fá Félagsbústaðir hluta af íbúðunum. Bjarg hefur því lokið við byggingu á alls 271 íbúð. Flestar íbúðirnar eru við Móaveg í Grafarvogi, alls 155 talsins, en einnig hefur verið flutt inn í allar 33 íbúðirnar sem reistar voru á Akranesi og 83 íbúðir við Urðarbrunn í Grafarholti.

Bjarg hefur byggt upp fyrir 36 milljarða, en stofnframlög ríkis og sveitarfélaga voru alls 11 milljarðar króna. Félagið hefur gert viljayfirlýsingar við sveitarfélög um stofnframlög og lóðir fyrir alls um 1.300 íbúðir.

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá úthlutun?

Þú þarft að vera orðinn 18 ára, skráður og virkur á biðlista hjá Bjargi og með skráða umsókn. Þú þarft að hafa verið virkur á vinnumarkaði og félagsmaður aðildarfélaga innan ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun. Þú þarft að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum við upphaf leigu og greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara umfram 25%-30% af heildartekjum að teknu tilliti til húsnæðisbóta, barnabóta og meðlags. Sjá nánar á vef Bjargs íbúðafélags 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“