fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ein af hverjum tíu þolendum heimilisofbeldis tekin kyrkingartaki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíu ára tímabili leituðu tæplega 1.500 konur til Landspítalans með áverka vegna heimilisofbeldis. Tæplega tíu prósent höfðu verið teknar kyrkingartaki af maka sínum, núverandi eða fyrrverandi, eða barnsföður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í nýja rannsókn Drífu Jónasdóttur doktorsnema við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin var unnin út frá gögnum frá Landspítalnum. Samkvæmt þeim komu 1.454 konur á spítalanna frá 2005-2014 vegna ofbeldis sem þær höfðu orðið fyrir frá maka sínum.

Tæplega 93 prósent kvennanna leituðu á bráðamóttöku og voru 3 prósent þeirra lagðar inn.

„Þetta er mikill fjöldi kvenna en þetta eru samt bara konurnar sem segja beint frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi.“

Er haft eftir Drífu.

Sjónum var beint að líkamlegum áverkum í rannsókninni og hefur Fréttablaðið eftir Drífu að stærstur hluti áverkanna hafi verið yfirborðsáverkar.

„Konurnar koma með áverka á spítalann meðal annars vegna þess að þær hafa verið kýldar, slegnar, sparkað hefur verið í þær, þeim hrint, þær teknar kyrkingartaki og dregnar um á hárinu. Tegundir áverka eru til dæmis yfirborðsáverkar, tognanir, sár og beinbrot.“

Er haft eftir henni og að flestir áverkarnir hafi verið á höfði, hálsi og andliti og handleggjum kvennanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni