fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Nemendur í uppnámi vegna framkomu formanns prófnefndar – Tók hjálpargögn af nemendum – „Eins og tröllskessa í gegnum stofuna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Próf sem tekið er til að öðlast réttindi sem bókari og þreytt var í nóvember síðastliðnum hefur verið kært til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Nemendur sem þreyttu prófið eru mjög ósáttir við framkomu formanns prófnefndar, Elvu Óskar Wiium, en hún tók hjálpargögn af nemendum sem þeir telja að hafi verið leyfileg, en það eru yfirstrikunarpennar. Fjallað hefur verið um málið á vef RÚV.

Einn nemendanna, Særún Gréta Hermannsdóttir, hefur haft samband við DV og segir meðal annars í erindi hennar til fjölmiðilsins:

„Kæra liggur inni hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna framkvæmdar á prófi í skattarétti og framkomu formanns og þau hafa ekkert svarað. Formaður prófnefndar tók hjálpargögn af próftökum og aðalútskýringin var að við notuðum yfirstrikunarpenna of mikið. Hins vegar stendur í prófefnislýsingu að „yfirstrikunarpenni er leyfilegur“. Þetta kom fólki í uppnám og skemmdi prófið hjá mörgum enda fór formaður eins og tröllskessa í gegnum stofuna þar sem var lengri próftími. Þetta atvik var til háborinnar skammar og ráðuneytið er eini aðilinn sem getur eitthvað gert í stöðunni.“ – Hluti nemenda var með lengri próftíma vegna sérstakra aðstæðna og segir Særún að formaður prófnefndar hafi verið með sérlega truflandi framkomu við þá og komið þeim úr jafnvægi.

Í bréfi nemenda til ráðuneytisins kemur fram að einn próftaki hafi yfirgefið prófið „vegna þeirrar niðurlægingar sem hann upplifði vegna háttsemi formanns,“ eins og segir í bréfinu.

Ágreiningurinn virðist fyrst og fremst hafa snúist um notkun á yfirstrikunarpennum en Særún bendir á að í próflýsingu hafi ekki verið minnst á neinar takmarkanir á notkun yfirstrikunarpenna. Segir Særún því framkomu formanns prófnendar, Elvu Óskar Wiium, hafa einkennst af geðþótta.

„Við fengum póst útaf kvörtunum sem við sendum áður og eina svarið sem við höfum fengið er að þau ætluðu að hafa samband við prófnefnd og senda svar þeirra til okkar um leið. Nú þegar blaðamaður RÚV fór í málin þá afhenti prófnefnd blaðamanninum svar sitt en ráðuneytið hefur ekki birt okkur svarið. Þessi framkoma og athafnarleysi ráðuneytisins er með ólíkindum. Ég hef haft samband við Stúdentaráðið og HR og fékk þau svör að í lögfræðinni má nota yfirstrikunarpenna (ekkert hámark, enda hjálpar þetta fólki að skipuleggja sig í prófi) og allar upplýsingar varðandi prófgögn eiga að vera skýrar – ekkert má koma á óvart. Félag leslindra og ADHD samtökin taka andköf yfir þessari framkomu,“  segir Særún enn fremur.

Vilja að formaðurinn verði leystur frá störfum

Í kæru nemendanna var einnig bent á að fulltrúar Promennt ehf., sem var framkvæmdaaðili prófanna, hafi áður verið búnir að yfirfara gögnin án athugasemda. Fara nemendur fram á að ráðuneytið leysi formann prófnefndar frá störfum eða skipi nýja nefnd. Kemur þetta fram í áðurnefndri frétt RÚV.

RÚV hafði samband við Elvu Ósk Wiium vegna málsins og segir þar í fréttinni:

„Elva Ósk Wiium, formaður prófnefndar, vildi ekki tjá sig efnislega um kæruna í samtali við fréttastofu. Hún bendir á að í þeim tilvikum þar sem prófgögn eru tekin af próftökum, þá býðst þeim að fá útprentuð ný og hrein gögn sem ekki hefur verið skrifað í. Hún bendir jafnframt á að prófnefndin starfi á vegum ráðuneytisins. Nefndin útbúi prófefnislýsingu, hvað gæti komið á prófi, og sjái til þess að þau séu haldin.

Nefndin kemur hins vegar ekki nálægt kennslu. Því geti óhjákvæmilega gætt áherslubreytinga miðað við það þegar sá sem kennir sér líka um prófin. Hún bendir á að prófnefndin sé ekki hafin yfir gagnrýni, vilji reyna að bæta úr og gera betur.“

Særún Gréta Hermannsdóttir hefur birt eftirfarandi pistil um málið á Facebook-síðu sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“