Mánudagur 27.janúar 2020
FréttirPressan

Hann er þyrnir í augum Pútíns – Ergir rússneska björninn með dulkóðuðum skilaboðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 16:12

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pavel Durov, 33 ára, er Rússi sem býr nú í Dubai. Hann er mikill þyrnir í augum Vladímír Pútíns, forseta Rússlands, og samstarfsmanna hans. Ástæðan er að Durov bjó til skilaboðaþjónustuna Telegram en með henni geta notendur sent dulkóðuð skilaboð sem aðrir geta ekki lesið eða hlerað. Pútín og hans fólk er ekki sátt við að almenningur geti komist framhjá eftirliti yfirvalda með því að nota Telegram appið.

Rússnesk yfirvöld hafa krafið hann um aðgang að Telegram svo þau geti fylst með öllu sem þar fer fram og rússneskir dómstólar hafa úrskurðað að yfirvöld eigi að fá aðgang að skilaboðaþjónustunni. Durov er ekki á þeim buxunum að veita yfirvöldum aðgang að þjónustunni enda væri hún gagnslítil ef yfirvöld geta fylgst með öllu sem þar fer fram.

Durov stofnaði rússneska samfélagsmiðilinn VK en var neyddur til að selja hann þar sem samfélagsmiðillinn var mikið notaður til að gagnrýna Pútín. Durov hagnaðist samt sem áður vel á dæminu og gat nýtt fjármunina til að flytjast úr landi og koma sér fyrir í Dubai.

En það eru ekki bara rússnesk stjórnvöld sem eru ósátt við Telegram því það eru stjórnvöld í Íran einnig en þau líta á þessa skilaboðaþjónustu sem beina ógn. Í Íran er talið að um 40 milljónir manna noti Telegram en helmingur netumferðar í landinu fer í gegnum Telegram. Á heimsvísu er talið að um 200 milljónir manna noti Telegram.

En vandinn sem stjórnvöld standa frammi fyrir ef þau vilja loka á Telegram er að þau verða bókstaflega að slökkva á internetinu. Þetta hafa rússnesk stjórnvöld gert og hafa lokað á milljónir IP-talna, þar á meðal netþjóna Google.

Rússnesk yfirvöld segja að þau verði að fá aðgang að Telegram og öðrum skilaboðaþjónustum sem notast við dulkóðun því hryðjuverkamenn og glæpamenn noti þessar þjónustur. Þetta fellur auðvitað vel að stefnunni í ríkjum eins og Rússlandi, Íran og Kína þar sem almenningur má helst ekki hugsa sjálfstætt eða gagnrýna stjórnvöld.

En Telegram er líka þyrnir í augum vestrænna leyniþjónusta sem eru lítt ánægðar með að fólk geti komist hjá eftirliti yfirvalda. Í samtali við Bloomberg sagði Durov að Telegram sé ekki til sölu og það skipti engu þótt honum verði boðnar 20 milljarðar dollara fyrir forritið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð
Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína

10 ára piltur sagður hafa barnað 13 ára vinkonu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 4 dögum

14 ára stúlka setti upp falda myndavél – Það varð föður hennar að falli

14 ára stúlka setti upp falda myndavél – Það varð föður hennar að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf