fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fékk áfall þegar niðurstöður DNA-prófsins lágu fyrir

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 20:30

DNA-sýni meðhöndlað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að þrjátíu og sex ára kona, Kelli Rowlette,  hafa fengið vægt áfall þegar hún ákvað að leita til vinsællar vefsíðu, Ancestry.com fyrir skemmstu.

Um er að ræða vef sem bíður viðskiptavinum meðal annars upp á DNA-próf. Geta þeir sem eru áhugasamir um uppruna sinn og fjarskylda ættingja leitað til vefsins og keypt þjónustu.

Kelli, sem er búsett í Washington-ríki í Bandaríkjunum, komst að því eftir að hún keypti sér þjónustuna að líffræðilegur faðir hennar var í raun læknir foreldra hennar, maður að nafni Dr. Gerald E. Mortimer.

Gerald þessi var sérfræðingur í frjósemi og höfðu foreldrar Kelli leitað til hans vegna þrautagöngu þeirra við að eignast barn. Kelli segir að Gerald þessi hafi notað eigin sæði þegar hann frjóvgaði egg móður hennar snemma á níunda áratug síðustu aldar.

Á sínum tíma samþykktu foreldrar Kelli að blanda saman sæði hans og sæði annarra viðurkenndra gjafa til að auka líkur á þungun. Þau skilyrði voru þó að sæðisgjafarnir þurftu að vera ungir og hærri en 180 sentímetrar.

Kelli hefur nú stefnt Gerald þar sem hún fer fram á ótilgreinda upphæð í bætur. Þá kemur fram að í stefnunni að hann hafi vitað að hann væri faðirinn en ekki látið neinn vita og með því valdið Kelli skaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni