fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Notaði eigin saur til að bjarga sér úr snjóflóði

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 26. október 2018 21:00

Peter Freuchen Borðaði eigin fót.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævi Danans Peters Freuchen var lyginni líkust. Hann var ævintýramaður sem kannaði norðurheimskautið á tíma sem lítið var vitað um staðinn. Hann vildi fremur glíma við ísbirni en vera innan um fólk og lenti í mörgum ævintýrum á ferðum sínum. Auk þess kvæntist hann þremur mjög ólíkum konum, barðist við nasista og skrifaði metsölubækur.

 

Peter og Navarana
Hún lést úr spænsku veikinni.

Missti eiginkonu í spænsku veikinni

Peter Freuchen var fæddur í Nyköbing í Danmörku árið 1886. Á unga aldri varð hann stór og mikill að burðum, vel yfir tveir metrar á hæð. Hann ætlaði að verða læknir en fékk nóg af náminu í Kaupmannahafnarháskóla og ákvað þess í stað að verða landkönnuður. Í ævisögu sinni frá árinu 1953 segir hann: „Til helvítis með fólk, ég ætla að rannsaka fjandans óbyggðirnar.“

Árið 1906 fór hann í sína fyrstu Grænlandsferð af mörgum og starfaði hann gjarnan með Knud Rasmussen, einum fremsta inúítafræðingi síns tíma. Í einni ferðinni kynntist hann fyrstu eiginkonu sinni, Navarana Mequpaluk, og eignuðust þau saman tvö börn. Hún lést úr skæðustu farsótt sögunnar, spænsku veikinni.

Freuchen og Rasmussen komu upp verslunar- og veiðistöð á Thule á norðurhluta eyjunnar þar sem í dag er flugstöð Bandaríkjahers. Þaðan fóru þeir og margir fleiri í könnunarleiðangra um eyjuna næstu tvo áratugina, hina svokölluðu Thule-leiðangra, sem voru margir hverjir mjög hættulegir. Líkt og Roald Amundsen notuðu þeir sleðahunda til að komast yfir ísbreiðurnar og veiddu rostung, hval, úlfa, seli og hvítabirni.

 

Sargaði af sér fótinn

Í einni slíkri ferð, árið 1926, lenti Freuchen í mikilli lífshættu og sagði hann frá því í æviminningum sínum. Hann var á ferð með fram fjalli í miklum snjóstormi þegar snjóflóð kom æðandi niður og grófst hann undir. Freuchen hélt stillingu sinni undir farginu og hugsaði hvað hann ætti til bragðs að taka.

Mundi hann þá eftir því að inúítarnir nota frosinn skít úr sleðahundum til að búa til verkfæri og ákvað að nýta sér þá aðferð. Freuchen bjó sér til smá rými í skaflinum og hafði hægðir. Síðan kældi hann þær niður í snjónum og meitlaði úr þeim lítinn hníf. Þennan hníf notaði hann til að klóra sig út úr snjónum.

Þrátt fyrir þessa ótrúlegu útsjónarsemi var vandræmum Freuchen hvergi nærri lokið. Hann var kaldur og örmagna þegar hann komst úr flóðinu og átti þá eftir að ganga þriggja tíma leið yfir ísbreiðuna til baka. Á leiðinni fékk hann alvarleg kalsár og þurfti að taka af sér fótinn án deyfingar. Hluta af fætinum át hann til að fá orku.

 

Óskarsverðlaunakvikmynd

Árið 1924 giftist hann Magdalene Vand Lauridsen, sem var milljónamæringur og dóttir smjörmógúls. Norðurslóðirnar voru ekki eini staðurinn sem Freuchen kannaði. Heimurinn var hans ær og kýr. Hann var í frumskógum Afríku, Síberíu, Suðurskautslandinu og fleiri framandi slóðum. Hann skrifaði næstum þrjátíu bækur sem rokseldust, flestar um Grænland og inúíta en einnig mikið um siglingar. Þá skrifaði hann einnig nokkrar skáldsögur. Var ein þeirra, Eskimo, gerð að kvikmynd árið 1933 og vann Óskarsverðlaun fyrir bestu klippingu. Foreldrar Magdalene gerðu hann að ritstjóra tímarits um tíma.

Freuchen fyrirleit nasismann sem var í miklum uppgangi á fjórða áratugnum. Stefnan hafði einnig áhrif í Danmörku og lenti hann nokkrum sinni upp á kant við fólk því hann var ekki hræddur við að segja meiningar sínar. Ef einhver talaði illa um gyðinga gekk hann upp að þeim sama og sagði með ógnandi röddu: „Ég er gyðingur, hvað ætlar þú að gera í því?“ Hann var þó ekki gyðingur.

 

Peter og Dagmar
Kápan gerð úr feldi ísbjarnar sem hann felldi.

Dæmdur til dauða

Þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku árið 1940 gekk hann, einfættur maður á sextugsaldri, í andspyrnuhreyfinguna. Hann tók að sér að fela flóttamenn og skemma fyrir aðgerðum þýska hersins. Að lokum var hann handtekinn af hernámsliðinu og dæmdur til dauða. Sagt er að Hitler sjálfur hafi fyrirskipað dauðadóminn yfir Freuchen. En hann náði að sleppa og flýja yfir Eyrarsund til Svíþjóðar. Þar hélt hann áfram að aðstoða andspyrnuhreyfinguna.

Undir lok stríðsins skildi hann við Magdalene og skömmu síðar kvæntist hann sinni þriðju eiginkonu, Dagmar Gale, tískuhönnuði hjá Vogue. Fluttu þau saman til Bandaríkjanna þar sem hann bjó síðustu árin. Freuchen lést 71 árs gamall eftir hjartaáfall á flugstöð Bandaríkjahers í Anchorage í Alaska. Lík hans var brennt og öskunni dreift yfir ísbreiðurnar við Thule.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“