fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Menntskælingar sviknir um Boy George

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 6. ágúst 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er það nánast daglegt brauð að erlendar stórstjörnur úr heimi tónlistarinnar komi til landsins til að skemmta Íslendingum, hvort sem um er að ræða dægurstjörnur eða gamlar kempur. Árið 1998 voru íslenskir menntaskólanemar snupraðir um að sjá poppgoðið Boy George sem átti að skemmta á balli en greitt hafði verið fyrir komu hans.

Það var fimmtudaginn 19. nóvember árið 1998 sem breski popparinn Boy George átti að skemmta nemendum Menntaskólans við Sund á balli á Hótel Íslandi. Stjarna hans skein hvað skærast á níunda áratugnum þegar hann söng lög á borð við Karma Chameleon og Do You Really Want to Hurt Me með hljómsveit sinni The Culture Club. En á þessum tíma var hann orðinn sólólistamaður og hafði getið sér frægðar sem plötusnúður.

500 þúsund krónur

Það var umboðsmaðurinn Guðmundur Ingi Þórhallsson, nú formaður Afstöðu, sem ætlaði að flytja inn plötusnúðinn en hann hafði reynslu af slíku. Hann fór hins vegar í erindisleysu út á flugvöll. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann:

„Við fórum út á flugvöll að sækja Boy George ásamt sérstökum öryggisvörðum fyrir hann en þá hafði hann ekki komið með vélinni. Við eigum eftir að kanna hvað fór úrskeiðis. Við fluttum inn 14 manna hóp í október og munum flytja inn fleiri plötusnúða fyrir áramót og það hefur aldrei neitt brugðið út af fyrr en núna.“

Samkvæmt heimildum DV var kostnaðurinn við komu Boy George um 500 þúsund krónur. Í samtali við DV sagði Guðmundur:

„Það var búið að borga þá upphæð sem kostaði að fá hann hingað en síðan gerðist ekkert.“

Funi Sigurðsson, formaður nemendaráðs MS, sagðist svekktur og ósáttur við fréttirnar en jafnframt að nemendurnir tækju þessu ekki of illa. Ákveðið var að fá aðra tónlistarmenn til að skemmta á Hótel Íslandi og fullt var út úr dyrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla