fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Prjónaárið 2017 leggst vel í íslenska prjónara!

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prjón er hobbý sem á það til að taka dálítið yfir líf fólks sem byrjar á því. Möguleikarnir í prjóni eru endalausir og alltaf hægt að finna eitthvað nýjar útfærslur og aðferðir. Það er eitthvað ótrúlega nærandi við að skapa eitthvað áþreifanlegt með höndunum – eitthvað sem er mjúkt og hlýjar og gleður.

Við ákváðum að heyra í nokkrum prjónurum og kanna hvernig prjónaárið 2017 legðist í þá. Gjörið svo vel!

Kristjana Jónsdóttir

43 ára, prjónaði lítið til þrítugs.

„Það er ekkert planað prjónaverkefni á árinu. Það sem eg sé fallegt geri eg bara. Ég er alltaf með nokkur verkefni i gangi, bæði prjóna og hekl. Ég held mest upp á heklbækur Tinnu: Þóru og Maríu, og svo auðvitað er íslenski lopinn i miklu uppahaldi.

Ég er alltaf með eitt teppi í gangi. Síðan ég var þrítug hef ég prjónað eða heklað öllum stundum.

Dauðar stundir hjá mér eru þegar ég vinn á lyftaranum og þarf að bíða í honum. Ég er alltaf að í bílnum og þegar ég stend við pottana. Sumum finnst ég ganga aðeins of langt í þessu en ég get ekki sóað einni mínútu. Það eru komin lítil börn í fjölskyldu mannsins míns og þá fór ég að prjóna barnaföt í fyrsta sinn í mörg, mörg ár. Ég þyrfti að fá mér einkabílstjóra. Ég bý úti í sveit og fer oft langar vegalengdir og það væri voða gott ef einhver keyrði mig svo ég gæti nýtt tímann!“

Eva Hulda Emilsdóttir

45 ára, hefur prjónað síðan hún var 19 ára.

Prjónaárið ætla ég að byrja á ullarvesti handa föður mínum. Svo er það lopapeysa fyrir mig og svo það sem kemur upp hverju sinni.
Ég nota kollinn til að fá hugmyndir, bækur, gömul og ný blöð og netið.
Ég er alltaf með mörg verkefni í gangi.
Uppáhaldssíðurnar mínar til að finna hugmyndir og uppskriftir eru Pinterest, Pickles, Sandnes, Drops, Google og Ravelry.

Halla Benediktsdóttir

50 ára, prjónað lengur en hún man.

Markiðmiðið mitt á árinu er að prjóna meira en árið 2016.

Það er ekkert eitt sem stjórnar því hvernig ég vel prjónaverkefnin mín. En stundum horfi ég inn í fataskápinn minn og vel mér verkefni út frá því, hverning peysu mig gæti vantað. Ég er yfirleitt búin að ákveða hvað ég prjóna áður en ég klára það sem ég er með á prjónunum.  Meðan ég er að prjóna þá hugsa ég um hvað ég gæti prjónað næst.  Ég hef þá augun opin hvað það gæti verið.

Ég reyni að vera með mörg og  fjölbreytt verkefni í gangi, eitt sem krefur mikla einbeitingu, eitt sjónvarpsverkefni og svo eitt svona meðal sem er stundum létt og stundum erfitt.

Ég með nokkur verkefni á prjónunum. Er búin að hanna nýja peysu úr garninu frá Einrúm, sem þarf að prjóna nokkrum sinnum áður en uppskriftin fær að fara í loftið. Síðan er ég í samprjóni með vinkonum mínum á Íslandi. Við hittumst regluega þær þrjár á Íslandi og ég í Danmörku, við hittumst á Skype. Núna erum við að prjóna úr garni sem við keyptum í Storkinum og uppskrift á netinu, svo hittumst við og prjónum.
Ég er líka að prjóna sjal, garn og uppskrift frá Helene Magnusson sem ég keypti á Pakhusstrik hér í Kaupmannahöfn.

Það er engin sérstakur hönnuður í sérstöku  uppáhaldi en garnið frá Einrúm er í sérstöku uppáhaldi. Þegar ég er á ferðalagi í útlöndum kaupi ég prjónablöð eða bækur og það er góð leið til að fá góðar hugmyndir.

Sandra Eðvarðsdóttir

36 ára, prjónað síðan hún var 12.

Á þessu ári ætla ég mér að prjóna kápuna Kamilla by Björg á 5 mánaða dóttur mína.

Ég fæ hugmyndirnar fyrir prjón héðan og þaðan, ég eyði oft löngum tíma í að skoða prjónauppskriftir bæði á netinu og í prjónablöðum. Ég hef verið áskrifandi að prjónablaðinu Ýr síðan ég var 15 ára og hef í gegnum tíðina keypt heilan helling af öðrum prjónablöðum.

Ef prjónaverkefnið er nógu spennandi held ég mig kannski við eitthvað eitt, en ég á það líka alveg til að byrja á einhverju nýju áður en ég klára það sem er á prjónunum þá stundina.

Ég er rosalega hrifin af barnablöðunum frá Dale og svo heillast ég alltaf meira og meira af norskum og dönskum prjónabókum.

Margrét Baldursdóttir

51 árs og byrjaði að prjóna þegar hún gekk með elsta bernið sitt tvítug.

Ég er alltaf með nokkur verkefni í gangi sem nærir ofvirknina í mér. Þessa dagana þykir mér gaman að prjóna barnaföt og er að ganga frá tveimur ungbarnapeysum. Ég er háð handavinnu og get til dæmis ekki með nokkru móti setið við sjónvarp án handavinnu.

Uppáhaldshönnunin mín þessa dagana er Knitting for Olive.

Halla Magnadóttir

45 ára, lærði að prjóna hjá ömmu sinni 6 eða 7 ára. Prjónaði fyrstu peysuna sína 11 ára en hefur prjónað reglulega frá 18 ára aldri.

Ég er með þrjú verkefni á dagskrá fyrir 2017, fór daginn fyrir gamlársdag og keypti í þau. Ég ætla að byrja  á norskri peysu (kofte) fyrir yngsta drenginn minn (16 ára). Síðan keypti ég í sparivesti fyrir þann næstelsta (20 ára) og þar sem alpakka garn var á afslætti hjá Drops keypti ég líka í aðallit í peysu fyrir mig.  

Svo vantar mig líka stórt sjal (í alvörunni) svo það verður sennilega fjórða verkefnið. Ég á svo von á litlum frænda eða frænku með vorinu og hlakka til að prjóna eitthvað fallegt á krílið.

Ég prjóna bara það sem mig langar til að prjóna, stundum koma óskir frá fjölskyldunni og yfirleitt verð ég við þeim þó það gerist kannski ekki strax. Ég set aldrei pressu á mig eða þigg greiðslu, prjón er áhugamálið mitt en ekki vinna.  

Ég er yfirleitt trú einu verkefni en stundum gríp ég í annað meðfram til dæmis ef ég er með risastórt einlitt slétt þá er það bara yfir sjónvarpinu, en eitthvað meira krefjandi til að viðhalda áhuganum þess á milli.  

Skemmtilegustu síðurnar á facebook eru Koftegruppa, Ein slétt, ein brugðin og Handóðir prjónarar. Síðan nota ég Ravelry mikið til að leita að uppskriftum og einnig Pinterest. 

Anna Gísladóttir

55 ára, hefur prjónað síðan hún man eftir sér.

Allar konur i minni ætt eru prjónakonur og mér var snemma kennt að prjóna. Sérstaklega man ég eftir langömmu minni sem prjónaði blind og þuldi alltaf rullu sem fáir muna en ég var svo mikið í kringum hana og man hana vel. Prjónið róðar mig niður ef áföll koma upp og ég þarf að ná mér niður.

Ég er búi að ákveða að gefa öllum peysu næstu jól og mun nota árið í að prjóna þær – er byrjuð á einni. Lopi og band er í uppáhaldi hjá mér og bækurnar frá Tinnu, en ég breyti mikið munstrum og bý til mín eigin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.