fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Hús og Hillbilly slær í gegn – „Vefritinu er ætlað að bæta servíettu í servíettusafn íslenskrar myndlistar“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur og Margrét Weisshappel eru listaháskólagengnar systur, Ragga er myndlistarmaður og Magga grafískur hönnuður. Það sem tengir þær alveg sérstaklega er Hillbilly, síamstvíburinn þeirra beggja. „Hún tengir okkur saman,“ sögðu þær systur í samtali við Bleikt. „Hillbilly er góð blanda af okkur, hugmyndaríkari og hugrakkari en við í sitthvoru lagi.“

Ef lesandinn kemur alveg af fjöllum, er kannski vert að útskýra að Hús og Hillbilly er vefrit sem varpar ljósi á íslenska myndlistarmenn og starf þeirra.

Af vinnustofu Eyglóar Harðardóttur.

„Hillbilly spyr þá fullt af spurningum til að komast að því hvað þeirra veruleiki snýst um. Vefritinu er ætlað að bæta servíettu í servíettusafn íslenskrar myndlistar. Hillbilly dæmir ekki, gefur ekki stjörnur né gagnrýnir. Hún vill fræðast og fræða, ekki græða.“

Í dag inniheldur vefritið þrjá flokka:

Heimsóknir – þar sem við heimsækjum myndlistarmenn

Að utan – þar sem við skyggnumst inn í líf íslenskra myndlistarmanna í útlöndum

og

Verkefni – þar sem við ræðum við myndlistarmenn í alls konar verkefnum, með það að leiðarljósi að sýna fram á mikilvægi myndlistarmanna í samfélaginu.

Úr heimsókn Hillbilly til Egils Sæbjörnssonar.

Hvaðan skyldi hugmyndin hafa komið?

„Hugmyndin kviknaði fyrir um ári síðan þegar við sátum með Hillbilly yfir bjór, á sama hátt og svo margar hugmyndir kvikna, veltum fyrir okkur gangi lífsins og hvar ástríða okkar lægi. Hvað höfum við fram að færa? Hillbilly stakk þá uppá þessu, að taka viðtöl við myndlistarmenn á vinnustofum þeirra. Við vorum sammála að það bráðvantaði ljósvörpun á þeirra miklu og góðu vinnu. Við systur tókum vel í þetta og og hófumst strax handa. Fórum beinustu leið útúr okkar þægindazóni og inn til listamanna. Nú er vika síðan við Hillbilly fórum enn lengra út og sýndum almenningi afrakstur heimsóknanna.“

Viðtalsstíll Hillbilly er sérstakur og heillandi – er einhver fyrirmynd?

„Takk. Engin fyrirmynd. Eða jú, örugglega fullt. Annars erum við bara að reyna að koma sjónarmiðum myndlistarmannanna sem við heimsækjum sem best til skila. Okkur er mikilvægt að hafa fullkomið jafnvægi – að bera virðingu fyrir alvarleika myndlistarinnar en hafa þetta ekki of hátíðlegt, eða leiðinlegt. Samt ekki of skemmtilegt enda myndlistin alls ekkert grín.“

Úr heimsókn Hillbilly til Ragnhildar Jóhannsdóttur og Jóhanns Ludwigs Torfasonar.

Vefritið fór í loftið 11. janúar. „Bara fyrir korteri,“ eins og systurnar segja. „Við munum halda áfram okkar góða starfi eins og pólitíkusarnir myndu segja. Á næstu mánuðum viljum við ná tali af sem flestum myndlistarmönnum. Dunda okkur við vefritið. Internetið er svo dásamlegt. Við höfum líka áhuga á að kynna listina fyrir heiminum með því þýða viðtölin yfir á ensku, frönsku og fleiri tungumál. Það er Hillbilly hjartans mál að lesa upp viðtölin eins og í hljóðbók svo fólk sem sér illa eða ekki geti notið.“

„Þetta er bara ógeðslega gaman og á meðan þetta er gaman er gaman,“

segja systurnar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Áhugaverðar niðurstöður úr leikmannakönnun – Eitt nafn afar áberandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.